Haft er eftir Elliða Vignissyni, bæjarstjóri í Ölfusi, að enn sé verið að skoða málið og að staðfest hafi verið að um einhver smit sé að ræða en ekki sé um stóran hóp að ræða. „Miðað við reynsluna sem við höfum af undanförnum misserum er ljóst að nokkuð stór hópur þarf að fara í sóttkví. Þetta virðist þó vera afmarkað og við vonum að þetta nái ekki samfélagssmiti,“ er haft eftir honum.
Morgunblaðið segir að ekki liggi fyrir upplýsingar um hvort hinir smituðu hafi verið í sóttkví þegar þeir greindust. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vildi ekki tjá sig um málið í gærkvöldi.