fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Sektað fyrir þriðja hvert sóttvarnabrot

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. apríl 2021 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá 1. mars 2020 og með 20. apríl á þessu ári hafa 312 brot gegn sóttvarnalögum verið skráð í málaskrá lögreglunnar. Af þeim hafa 90 farið í sektarmeðferð eða um 29%.

Fréttablaðið skýrir frá þessu og vísar í svar ríkislögreglustjóra við fyrirspurn blaðsins. Fram kemur að í þessum málum komi 413 aðilar við sögu, 349 einstaklingar og 64 fyrirtæki. Sumir aðilanna koma að fleirum en einu máli. Fleiri en einn aðili geta verið skráðir í sama málinu og dæmi eru um að fyrirtækjaeigandi og fyrirtæki hans séu skráð fyrir sama brotinu.

Í sektarmeðferð felst að ákveðið hefur verið að sekta fyrir brot en staða mála í því ferli getur verið misjöfn. Sekt getur hafa verið gefin út, hún hefur hugsanlega borist hinum brotlega eða hann greitt sektina.

Af málunum 90 eru 85 mál einstaklinga og 5 mál fyrirtækja. Hvað varðar fyrirtæki hafa tæplega 8% mála á hendur þeim farið í sektarmeðferð.

Brotaflokkarnir sem um ræðir eru brot á skyldu til að fara í sóttkví, brot í sóttkví, einangrun ekki haldin eða henni ekki sinnt þrátt fyrir staðfesta sýkingu, brot á sóttvarnalögum, brot á reglum um fjöldasamkomur og brot á reglum um lokun samkomustaða. Ekki fengust upplýsingar hjá ríkislögreglustjóra um fjárhæðir sektanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg