fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Fréttir

Smábátasjómenn vilja 12 veiðidaga í mánuði á strandveiðum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. apríl 2021 09:00

Það er ekki ódýrt að kaupa sér fisk í matinn. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 3. maí mega strandveiðar hefjast og stendur strandveiðitímabilið út ágúst. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að aðalbaráttumálið núna sé að tryggja að tólf veiðidagar verði tryggðir í hverjum mánuði.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Fram kemur að Örn reikni með að strandveiðibátar verði hugsanlega rúmlega 700 í sumar en flestir voru þeir 2012 eða 759. Strandveiðarnar á síðasta ári skiluðu mesta aflanum á land síðan strandveiðar hófust 2009. Á síðasta ári veiddu strandveiðibátar tæplega 12.000 tonn, þar af voru 10.738 tonn af þorski.

Morgunblaðið hefur eftir Erni að hann telji líklegt að fjölgun strandveiðibáta í sumar megi rekja til atvinnuástandsins og nefndi að fólk úr ferðaþjónustunni, flugi og lögfræði stundi strandveiðar.

Hann sagði að með lagabreytingu 2018 hafi átt að tryggja strandveiðum 12 daga í hverjum mánuði en í fyrra hafi heildarviðmiðið náðst 19. ágúst og þá hafi veiðarnar verið stöðvaðar og hafi sex róðrardagar ekki nýst. Heimildum var bætt við í þorski en þær dugðu ekki til að tryggja veiðar út ágúst. „Aðalbaráttumálið er að fá tryggingu fyrir því að heimilt verði að veiða tólf daga í hverjum mánuði. Núna er þakið tíu þúsund tonn, sem óvíst er að dugi í ár. Ég hef enga trú á öðru en bætt verði við í sumar og menn yrðu sáttir við kerfið ef þetta væri fyrirsjáanlegt,“ sagði Örn sem sagði einnig að þótt 2.000 til 3.000 tonnum verði bætt við þorskveiðiheimild strandveiðiflotans skipti það engu máli hvað varðar heildarmynd stofnstærðar þorskstofnsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dóttir Mána varð fyrir árás með stíflueyði: „Öm­ur­legt að eft­ir allt þetta þá er það hún sem sit­ur uppi með að þurfa að skipta um skóla“

Dóttir Mána varð fyrir árás með stíflueyði: „Öm­ur­legt að eft­ir allt þetta þá er það hún sem sit­ur uppi með að þurfa að skipta um skóla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrollvekjandi spá sérfræðings – Í versta falli erum við að tala um mánuði

Hrollvekjandi spá sérfræðings – Í versta falli erum við að tala um mánuði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verslunareigandi með skilaboð til barnungra innbrotsþjófa – Komið og vinnið í einn, tvo daga og málið fer ekki til lögreglu

Verslunareigandi með skilaboð til barnungra innbrotsþjófa – Komið og vinnið í einn, tvo daga og málið fer ekki til lögreglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Flokk fólksins skorta auðmýkt

Segir Flokk fólksins skorta auðmýkt