fbpx
Fimmtudagur 25.júlí 2024
Fréttir

Málið sem brennur á borgarbúum: Átök, rifrildi og ósætti – „Bíddu stopp, abbabbabbabb, ég er ekki búin“

Bjarki Sigurðsson, Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 21. apríl 2021 10:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tillaga að hámarkshraðaáætlun Reykjavíkur var samþykkt á dögunum í skipulags- og samgönguráði borgarinnar. Tillagan kemur frá meirihlutanum í borgarstjórn og hefur minnihlutinn, þá sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn, sett sig á móti tillögunni.

Samkvæmt rannsókn Þrastar Þorsteinssonar er hægt að draga úr framleiðslu svifryks og sliti gatna með lækkun hámarkshraða innan borgarinnar. Meira um þá rannsókn má lesa hér.

Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, er einn þeirra sem tala hvað mest á móti tillögunni og birtir hann pistil í Morgunblaðinu í dag þar sem hann segir tillöguna geta kostað Reykvíkinga 5.882 klukku­stund­ir í aukinn ferðatíma á dag. Hann segir þjóðhagslegan kostnað við þetta vera 320 milljarða á 40 árum.

Hjólar í sinn gamla flokk

Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ræðir oft borgarmál á Facebook og Twitter-síðum sínum enda hefur hann brennandi áhuga fyrir borgarskipulagi. Á Twitter-síðu hans segist hann vera óopinber borgarfulltrúi. Gísli tók til máls, bæði á Facebook og Twitter, því hann er ósáttur með stefnu Sjálfstæðisflokksins í þessu máli.

„Barátta XD fyrir hraðari bílaumferð í hverfum borgarinnar er stórfurðuleg. En dæmið sem þau taka ítrekað um að slíkar aðgerðir auki bílaumferð í nálægum íbúagötum er af Hofsvallagötu, og þau gætu ekki hafa valið verra dæmi,“ skrifar Gísli á Twitter áður en hann birtir átta færslur í viðbót um málið.

Honum leið eins og ekki væri nóg að taka til máls á Twitter heldur skellti hann sér einnig í Facebook-hóp Vesturbæinga.

„Ég get ekki orða bundist vegna umræðu um lækkun umferðarhraða í hverfum, þar sem því er haldið fram að lækkun hraða á Hofsvallagötu hafi skapað einhverskonar ófremdarástand hér í hverfinu. Staðreyndin er þveröfug: Lægri hraði á Hofsvallagötu hefur gert hverfið öruggara og betra. Það er minni loftmengun og hávaðamengun, það er miklu meira mannlíf í götunni og fólk situr úti við götuna og drekkur kaffi og bjór og borðar bakkelsi og hamborgara beggja vegna hennar,“ skrifar Gísli þar en við þessa færslu hans mynduðust heitar umræður þar sem fólk rökræddi málin.

Skotið er á Gísla fyrir að halda þessari umræðu uppi þegar hann rekur sjálfur kaffihús í hverfinu og vill fólk meina að hann hljóti að tapa peningum á því að fólk geti ekki keyrt til hans. Hann segir reksturinn þó ganga betur eftir að bílastæði voru fjarlægð þar sem nú sé auðveldara fyrir fólk að koma og njóta þess að drekka bjór, kaffi og maula kruðerí.

Hiti í útvarpinu

Þá tókust tveir borgarfulltrúar á um málið í Harmageddon á X-inu í gær. Það voru þau Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, varaborgarfulltrúi úr Sjálfstæðisflokknum, og Pawel Bartoszek, úr Viðreisn, sem rökræddu málið í þættinum.

Segja má að nokkur hiti hafi færst í leikinn þegar þau ræddu málin en fljótlega var ljóst að þau voru algjörlega á sitt hvorri skoðuninni um lækkunina. „Bíddu stopp, abbabbabbabb, ég er ekki búin. Hinkraðu, spakur, spakur Pawel, rólegur,“ sagði Ragnhildur til að mynda í þættinum þegar Pawel reyndi að grípa inn í til að koma sínum skoðunum á framfæri.

Eins og aðrir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins talar Ragnhildur um tímann sem gæti farið til spillis með lækkun hraðans. Pawel er þá spurður hvernig þessar aðgerðir eigi ekki að valda miklum töfum.

„Við munum setja upp borgarlínu á sama stað, þannig við búum til annan valkost fyrir fólk til að ferðast á þessu svæði. Áætlanir gera ráð fyrir því að akreinum fyrir bíla verði fækkað á móti.“

Pawel segir þá að Sjálfstæðisflokkurinn sé á móti þessum lækkunum í nánast hverju einasta hverfi í borginni. „Allir fulltrúar í hverfinu voru fylgjandi þessu nema einn, það var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem ekki býr í hverfinu.“

„Heyrðu, má ég leiðrétta þetta,“ segir Ragnhildur þá. „Það sem Pawel skemmtilega sneiðir framhjá er að við erum að benda á tafarkostnaðinn, sem er 8,2 milljarðar á ári á íbúa. Þetta er ekkert lítið, þetta er ógeðslega mikið sem þetta mun kosta samfélagið,“ segir Ragnhildur en hún segir þessa rúmu 8 milljarða koma með því að reikna saman tapaðan tíma fólks og laun þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Baráttumaðurinn Unnar Karl Halldórsson fallinn frá

Baráttumaðurinn Unnar Karl Halldórsson fallinn frá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð