fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

BSRB hafnar einkavæðingu hjúkrunarheimila á Akureyri

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. apríl 2021 13:54

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

BSRB hafnar einkavæðingu Öldrunarheimila Akureyrar og kallar eftir því að samningur við einkaaðila um rekstur hjúkrunarheimila bæjarins verði endurskoðaður. Í ályktun stjórnar bandalagsins er bent á að aukin einkavæðing í heilbrigðiskerfinu gangi þvert á vilja mikils meirihluta þjóðarinnar sem vilji að heilbrigðisþjónustan sé á hendi hins opinbera.

Bandalagið varar við því að skorið verði niður í þjónustu við íbúa hjúkrunarheimilanna eða að kjör og starfsskilyrði starfsfólks verði skert. Í ályktun stjórnarinnar er bent á að Akureyrarbær hafi tapað um 400 milljónum króna á ári á rekstri hjúkrunarheimilanna. Útilokað sé að einkaaðili taki við rekstrinum með þeim formerkjum án þess að ætla sér að fara í verulegan niðurskurð.

„Við getum ekki sætt okkur við að heilbrigðisþjónusta fyrir þennan stóra hóp aldraðra verði einkavædd og óttumst að afleiðingarnar verði verri þjónusta fyrir íbúa og skerðing á kjörum og starfsaðstöðu starfsfólksins. Það getum við ekki sætt okkur við,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.

Ályktun stjórnar BSRB sem samþykkt var á fundi stjórnarinnar 20. apríl er eftirfarandi:

„Stjórn BSRB hafnar frekari einkavæðingu á hjúkrunarheimilum og kallar eftir því að samningur við einkaaðila um rekstur Öldrunarheimila Akureyrar verði endurskoðaður. Frekari einkavæðing í heilbrigðiskerfinu gengur þvert á vilja þjóðarinnar enda vill mikill meirihluti hennar að heilbrigðisþjónustan sé á hendi hins opinbera.“

Stjórnin bendir jafnframt á að Akureyrarbær tapaði um 400 milljónum króna á ári á rekstri hjúkrunarheimila og útilokað að einkaaðili vilji taka við rekstrinum með þeim formerkjum og án þess breyting verði á þjónustu. Því er ljóst að annað hvort stendur til að fara í verulegan niðurskurð á þjónustu við íbúa hjúkrunarheimilanna og/eða skerða kjör og starfsskilyrði starfsfólks. Hvorug leiðin kemur til greina að mati stjórnar BSRB.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Baráttumaðurinn Unnar Karl Halldórsson fallinn frá

Baráttumaðurinn Unnar Karl Halldórsson fallinn frá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð