Anton Kristinn Þórarinsson er einn þeirra sem handtekinn var í tengslum við Rauðgerðismálið. Honum var sleppt úr gæsluvarðhaldi nokkrum vikum síðar og úrskurðaður í farbann.
Lögreglan lagði hald á ýmsa muni við rannsókn málsins, þar á meðal Range Rover bifreið Antons. Anton hefur nú sett bílinn á sölu en hann er einkar glæsilegur, þótt einhverjum gæti þótt innvolsið yfirdrifið.
Bílinn er verðsettur á 14.950.000 krónur en Anton er samkvæmt auglýsingunni tilbúinn að skoða skipti á ódýrari bíl. Bílinn er hlaðinn af aukabúnaði auk klassískra viðbóta á borð við lykillausa ræsingu, nudd í framsætum og HDMI-tengi.
Samkvæmt upplýsingum frá umboðinu kostar slíkur bíll í kringum 20 milljónir nýr.