Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Verð á rafmyntum hefur snarhækkað á síðustu mánuðum og hefur það haft í för með sér að sífellt fleiri sækjast eftir að kaupa og grafa eftir rafmynt. „Þó við höfum verið að selja orku til gagnavera hefur þetta aldrei haft áhrif á fjárfestingarákvarðanir okkar,“ er haft eftir Herði.
Ástæðan fyrir því er að þetta er markaður sem erfitt sé að spá fyrir um hvernig þróist. „Þegar við byggjum virkjanir förum við í langtímasamband með ábyrgðum við ákveðna viðskiptavini,“ sagði hann.
Raforkan sem hefur verið seld til gagnavera var að hluta orka sem var ekki hægt að nýta til stóriðnaðar. Þegar þetta snúist við verður minna til skiptanna.
Hörður sagðist telja að gagnaver eigi mikla framtíð fyrir sér og að það sé mikilvægt að fá stór þekkingarfyrirtæki hingað.