fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Meiri bjartsýni en áður í ferðaþjónustunni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. apríl 2021 08:00

Farþegar á Keflavíkurflugvelli Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meiri bjartsýni ríkir nú í ferðaþjónustunni en undanfarna mánuði. Við Hótel Grímsborgir hefjast framkvæmdir í dag við byggingu tíu nýrra svíta og er reiknað með að þær verði komnar í notkun í árslok. Icelandair mun fljúga til 34 áfangastaða í sumar og Delta Air Lines mun hefja flug hingað til lands í maí.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að Ólafur Laufdal Jónsson, annar eigandi Hótels Grímsborga, reikni með að svíturnar verði komnar í notkun fyrir árslok en þær eru liður í að gera enn betur við gesti hótelsins. Hótelið er fimm stjörnu hótel og er fyrsta íslenska hótelið sem hefur náð þeim áfanga.

Haft er eftir honum að pantanir séu farnar að berast erlendis frá en sterkustu markaðirnir eru þeir bresku og bandarísku. Hann sagði að þrátt fyrir að ekki sé um mikinn fjölda að ræða sé fjöldi bókana stöðugur og sé aukinn áhugi frá Bandaríkjunum greinanlegur.

Morgunblaðið hefur eftir Jóhannesi Þór Skúlasyni, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, að bandaríski markaðurinn sé að taka við sér og sé fyrri til þess en sá evrópski. Þau fyrirtæki sem þjónusti aðallega evrópska ferðamenn geti þurft að bíða lengur en þau sem þjóna bandaríska ferðamenn.

Ástæðan er hvernig bólusetningar hafa gengið fyrir sig og staðan á hinum mismunandi markaðssvæðum.

Icelandair flýgur til 34 áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku í sumar og Delta Air Lines mun hefja flug hingað til lands frá þremur bandarískum borgum í maí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta