fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Segir líklegt að leiðtogafundur Biden og Pútín verði í Reykjavík í sumar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. apríl 2021 07:58

Biden og Pútín hittust fyrir nokkrum árum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðræður eiga sér nú stað á milli Bandaríkjanna og Rússlands um leiðtogafund ríkjanna í sumar en Joe Biden, Bandaríkjaforseti, ræddi við Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, símleiðis á þriðjudaginn og bauðst til að funda með honum utan Bandaríkjanna og Rússlands í sumar. Yfirmaður ráðgjafarstofnunar Rússlands í málefnum Bandaríkjanna segir líklegt að leiðtogafundurinn verði í Reykjavík.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að viðræður standi nú yfir um fundinn en ef af honum verður mun helsta málið verða ástandið í austurhluta Úkraínu en þar hafa átök færst í aukana að undanförnu. Auk þess hafa Rússar stefnt tugum þúsunda hermanna að úkraínsku landamærunum og óttast margir að þeir hyggi á innrás í Úkraínu á næstunni.

Fréttablaðið segir að í Pravda, Ria Novosti og fleiri rússneskum miðlum sé vitnað í Sergei Rogov, yfirmann ISKRAN sem er ráðgjafarstofnun Rússlands í málefnum Bandaríkjanna og Kanada. Hlutverk ISKRAN er meðal annars að skipuleggja ráðstefnur og fundi. Ria Novosti hefur eftir Rogov að Reykjavík hafi sögulega merkingu og vísaði þar til leiðtogafundarins í Höfða 1986. „Á fundinum urðu þáttaskil í kalda stríðinu og spennan minnkaði. Á fundinum gætu Pútín og Biden samþykkt ályktanir Gorbasjovs og Reagans um að það verði ekkert kjarnorkustríð og að það séu engir sigurvegarar í slíku stríði,“ er haft eftir honum.

En Ísland er ekki eitt um hitunina því Finnar, Tékkar og Austurríkismenn hafa lýst yfir áhuga á að halda leiðtogafundinn ef af honum verður.

Fréttablaðið hefur eftir Sveini Guðmarssyni, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, að engin ósk hafi borist um að halda leiðtogafundinn hér á landi en ef hún berist verði hún tekin til jákvæðrar skoðunar. Hann minnti á að svipaður orðrómur hafi verið uppi þegar Pútín fundaði með Donald Trump í fyrsta sinn en sá fundur fór fram í Helsinki í júlí 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingur fannst látinn á Spáni

Íslendingur fannst látinn á Spáni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum