Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, vakti heldur betur athygli í gær á Alþingi þegar hún hvatti landsmenn til að fjölga sér í faraldrinum.
Sagði hún í ræðu sinni um störf þingsins að fæðingartíðni íslenskra kvenna hafi aldrei verið lægri og hefði dregist saman um því sem nemur hálfu barni á hverja konu á tíu árum. „
Aldurspíramídi sem er á hvolfi getur ekki staðið undir velferðinni og á Íslandi fæðast í dag of fá börn til þess að halda jafnvæginu til lengri tíma litið. Kappsmál stjórnvalda á þess vegna að vera að stuðla að frekari barneignum og þess vegna er það beinlínis í hag okkar að reka fjölskylduvæna pólitík,“ sagði Þorbjörg. Sagði hún fleiri lítil börn til lengri tíma bæta lífskjör allra í landinu og því ætti að hvetja landsmenn til að ferðast innanhúss í COVID-19 og þá helst í svefnherbergið til að búa til börn.
Þetta lagðist misvel í landsmenn sem nokkrir deildu áliti sínu á samfélagsmiðlinum Twitter. Margir töldu betra að hleypa inn fleiri hælisleitendum til að fjölga landsmönnum, aðrir tóku vel í þessa hvatningu, enn aðrir bentu á að barnseignir eru ekki endilega fyrir alla eða á allra færi og sumir veltu fyrir sér hvort ríkið ætti að hafa afskipti af svefnherbergjum landsmanna.
Eiga barneignir þá bara að vera fyrir efnaða?
— e'bеt ⚔ (@jtebasile) April 14, 2021
ríkisstjórnin:
HLAUPA HRAÐAR HLAUPA HRAÐAR!EIGNAST BÖRN! EIGNAST BÖRN!
FERÐAST Á MILLI HERBERGJA!!!
— 💎 Donna 💎 (@naglalakk) April 14, 2021
Aldrei séð ástinni slátrað með jafn hnitmiðaðri stungu:
íslenskur stjórnmálamaður hvetur landslýð til að stunda þróttmiklar samfarir og eignast fleiri börn… með það langtímamarkmið fyrir augum að hækka tekjustofn ríkissjóðs. pic.twitter.com/lVME43ehie
— Sverrir Norland (@SverrirNorland) April 14, 2021
Eitt sem er skrítið við þessa orðræðu um að fólk eigi að eignast börn til að halda uppi velferðarsamfélaginu er að það er til nóg fólk í heiminum. Það er ekki forsenda velferðarsamfélags að íbúarnir séu innfæddir. Það er til ógrynni af fólki í leit að betra lífi annarsstaðar
— Hans Orri (@hanshatign) April 14, 2021
Hún: Settu barn í mig!
Hann: Fyrir ÍSLAAAAAAND!
Hún: HÚH!— Gunnlaugur Bjarnason (@gormstunga) April 14, 2021
Við Steinunn eignuðumst strákana okkar aðallega vegna þess að það að eiga börn er skemmtilegt, gefandi og þroskandi. En auðvitað má fólk alveg gera það líka í því skyni að jafna tekjuflæði ríkissjóðs…
— Stefán Pálsson (@Stebbip) April 14, 2021
Ok, hvað svo? Fæðingarorlofið dekkar ekki fram að leikskóla, það er basically ekki hægt að kaupa húsnæði með meira en 3 svefnherbergjum í Reykjavík, fólk er að brenna út við að eignast börn í námi á meðan að þau ættu að vera að safna upp í íbúð.
https://t.co/ejExlurSno— Óskar Árnason (@Angurvaki) April 14, 2021
Þykir leitt að hafa farið í ófrjósemisaðgerð og styðja þannig ekki við efnahag framtíðarinnar með fjölgun mannkyns. Tek þetta á mig.
— Tinna, öfgafemínisti 💥 (@tinnaharalds) April 14, 2021
Ég ætla ekki að eignast fleiri börn takk fyrir. Þið getið bara hleypt innflytjendum að í staðinn.
— Óli Gneisti (@OliGneisti) April 15, 2021
Væri ekki hægt að taka á móti fleiri barnmörgum flóttafjölskyldum? https://t.co/hZeO76mzMR
— valapalm (@valapalm) April 14, 2021
Það er nóg til af krakkaskítum viljiði gjöra svo vel að fjölga ykkur ekki, vinsamlegast
— Katrín Kristjana (@KatrinKristjana) April 14, 2021
Nú er ég foreldri etc en ég er bara mjög óviss um að ríki eigi að hvetja til barneigna meðan jörðin sligast undan fólksfjölgun, ofnýtingu auðlinda, losun gróðurhúsalofttegunda og mengun. Skil áhyggjur af velferðarkerfinu en er lægri fæðingartíðni ekki bara dálítið nauðsynleg?
— garðars enterprises ltd. (@gisligardars) April 14, 2021
Hvernig væri að breyta frekar nálgunum í innflytendastefnu heldur en að hvetja fólk til barneigna? Það er miklu ódýrar að flytja inn fólk heldur en að ala það upp hér á landi, það er til nóg af fólki í heiminum og innflytjendur eignast oft fleiri börn.https://t.co/qQ40kAmvSb
— Virk í Athugasemdum (@AsdisVirk) April 14, 2021
Myndi alveg eignast fleiri börn ef þetta væri ekki svona rosalegt tekjutap í fæðingarorlofinu. https://t.co/UUjc6CEL5R
— Inga, MSc. ♀️ (@irg19) April 14, 2021
Það má auðveldlega fjölga börnum á Íslandi með því að taka við fleiri fjölskyldum á flótta.
— Örn Úlfar Sævarsson (@ornulfar) April 14, 2021
Eignast fleiri börn bara svo þau geti setið föst í umferðarteppu í Ártúnsbrekku innan um kókaín- og heróínauglýsingaskilti? Nei, takk.
— gunnare (@gunnare) April 14, 2021
Þegar ég var að meta að eignast eitt barn til þá vó þungt sem ókostur að börnin mín hafa ekki fengið leikskólapláss fyrr en 2,5 og það er bara mjög streituvaldandi að brúa þetta bil svona lengi. https://t.co/azbeSTQOg2
— Katrín Atladóttir (@katrinat) April 14, 2021
Nej, hold op nu. Ég ríð bara fyrir sjálfan mig og eina manneskju til. Ekki heilt þjóðfélag.
— Kött Grá Pje (@KottGraPje) April 14, 2021
Hagkerfi sem ekki þolir að konur eignist bara 2,1-ish börn að meðaltali er ónýtt.
Það er svo einfalt.— Már Örlygsson 🔵 (@maranomynet) April 14, 2021
Mjög ógeðfellt að tala um barneignir sem samfélagslega skyldu. Talar beint inní gömul og rótgróin viðhorf sem grafa undan sjálfsákvörðunarrétti kvenna og valdi okkar yfir eigin líkama.
— Svala Hjörleifsdóttir (@svalalala) April 14, 2021
Ég er alltaf að ríða en á samt bara eitt barn.
— Þórunn Jakobs (@torunnjakobs) April 14, 2021
Mig langar aldrei minna í barn og þegar að stjórnvöld hvetja mig til að eignast þau. pic.twitter.com/k5Ka7NB0wL
— Bryndís Silja (@BryndsSilja) April 14, 2021
— Henrý (@henrythor) April 14, 2021
… má þá loksins ríða í sundi?
— 🌸Glytta🌸 (@glytta) April 14, 2021
Ef þið voruð að hugsa um að ríða mér eftir sjúklega hot umræður á alþingi þá ætlaði ég bara að taka rólegan dag í dag og svo er ég ekkert laus fyrr en kannski eitthvað um helgina
— Ⓐ Fannar Dauðyfli ☭ (@disfannar7yrs) April 14, 2021
ég veit ekki með ykkur en þegar ég er að ríða þá er ég fyrst og fremst að hugsa um HAGSMUNI ÞJÓÐARINNAR
— e'bеt ⚔ (@jtebasile) April 14, 2021
Hver ætlar að taka að sér að skrifa bókina "Mamma, pabbi, börn og umhverfisvænar samgöngur"?
— Óli Gneisti (@OliGneisti) April 15, 2021
Afrakstur seinna ferðalagsins um svefnherbergið mætir eftir 6 daga og vá hvað ég get ekki beðið eftir fyrstu greiðslu úr fæðingarorlofssjóði. Heilar 57.000 krónur 🥰🥰🥰 svo næs! skil ekki af hverju það eru ekki allir að eignast börn! https://t.co/qN2QyF0RK7
— H(alld)óra Stuðpjása (@halldorabirta) April 15, 2021
Mjög merkilegt að það sé verið að reyna að fá fólk til að búa til fleiri börn þegar það eru til fullt af börnum sem eiga hvergi heima og myndu hafa það bara rosa fínt á Íslandi
— Ægir FF2 🆒 (@feitur) April 14, 2021
Það er saga að segja frá því hvernig það kom til að ég er þriggja barna faðir. Þegar ég var búinn að eignast tvö börn ákváðum við hjónin að ferðast aðeins inn í svefnherbergi til að standa vörð um velferðarkerfið.
Þið megið því þakka mér fyrir að aldurspíramídinn snýr ennþá rétt.— Björn Kristjánsson (@bjossiborko) April 14, 2021
Mig hefur aldrei langað að eignast börn, en langar en minna til þess núna þegar einhver þingkona heimtar að fólk fjölgi sér
— Karamellu Hrísmjólk🍬🍚🥛 (@thiccmjolk) April 14, 2021
Ég get líka ímyndað mér að þetta sé mjög sárt að heyra fyrir fólk sem þráir börn en á í erfiðleikum með getnað og hafa ekki endilega efni á mörgum tilraunum í glasafrjóvgun. Bara sorrý, þið eruð ekki að stunda ykkar samfélagslegu plikt.
— Ásta Lovísa (@la_fille_rousse) April 14, 2021
Ég ætla ekki að eignast fleiri börn nema ríkisstjórnin bjóðist til að vakna með þeim svo ég geti sofið út
— sbj👽rk (@VanHoppum) April 14, 2021
Ég er 35 ára og barnlaus.
Gott fyrir umhverfið, vont fyrir Ísland.— Haukur Homm (@haukurhomm) April 15, 2021
https://twitter.com/hruturteits/status/1382434651462103045