fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fréttir

Hildur Sverrisdóttir vill meira frelsi í frjósemismálum – „Ég leyfi mér að segja við mér yngri konur, frystu eggin þín.“

Tobba Marinósdóttir
Fimmtudaginn 1. apríl 2021 08:00

Hildur er í forsíðuviðtali DV í dag. Mynd: Valgarð Gíslason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Sverrisdóttir lögfræðingur og varaþingmaður hefur kynnst því af eigin raun að það er ekki sjálfgefið að eignast barn. Hún bendir á mikilvægi þess að konur hafi réttar upplýsingar um hvað standi þeim til boða og að kerfið sé ekki óþarflega flókið. Hildur er í Helgarviðtali DV sem kemur út í dag. 

„Ég var alltaf með þá hugmynd að ég myndi eignast börn og lengi vel gekk ég út frá því að ég myndi eignast fleiri en eitt barn,“ segir Hildur, sem hefur reynt að eignast barn ásamt sambýlismanni sínum Gísla Árnasyni án árangurs.  Hildur hóf nýverið sína fjórðu meðferð í hormónaörvun sem er undanfari glasafrjóvgunar. Þau Gísli hafa verið saman í tæp fjögur ár og eftir að hafa reynt að eignast barn um nokkurn tíma  varð henni ljóst að það væri ekkert unnið með því að bíða lengur. Hildur var 38 ára gömul þegar þau Gísli kynntust svo þau vissu að tíminn væri dýrmætur.

Hildur segist sjálf ekki hafa gert sér grein fyrir svo mörgu sem snýr að frjósemisaðgerðum. „Ég skammast mín pínu fyrir að viðurkenna að ég var óupplýst um þessi mál og þar sem ég tel mig almennt vera vel upplýsta, leyfi ég mér að fullyrða að ég sé ekki ein um það. Mér finnst áhugavert að velt því upp af hverju þetta sé ekki rætt meira. Er það vegna þess að þetta er feimnismál, sem ég reyndar skil alveg. Eða er þetta af því að þetta hefur almennt bara með líkama kvenna að gera og það fer þá í annað og minna mengi? Getur líka verið að við heyrum alltaf bara kraftaverkasögurnar sem er skiljanlegt, því almáttugur, auðvitað viljum við frekar heyra þær, en mögulega býr það til smá skekkju á því hvað er raunveruleikinn. Kraftaverkasögurnar eru ekki í takti við tölfræðina.“

Hildur segir að það þurfi vissulega ekki allir að bera sínar persónulegu baráttur á torg en það sé mikilvægt að halda þessum upplýsingum á lofti. „Þessi fræðsla ætti heima með kynfræðslunni og fólk vissi þá hvaða valmöguleikar
eru fyrir hendi. Það ætti til dæmis að vera hægt að greiða fyrir tékk um þrítugt og fá mælingu á frjósemi. Það geta verið konur mun yngri en ég sem eru að lenda í tímahraki út af einhverju sem þær hafa ekki hugmynd um. Vita
konur og fólk almennt hver staðan er á þessum málum og er kerfið að gera allt sem það getur til þess að styðja frekar en að letja, er það sem ég er að velta upp.“

Hildur Sverrisdóttir Mynd:Valli

Frystu eggin þín 

„Fyrir sirka tveimur árum birtist viðtal við frjósemislækni sem var að koma svona upplýsingum á framfæri og fyrirsögnin var „Konur eru að koma of seint“. Við þetta orðalag fóru einhverjar í vörn, fannst að þeim vegið og gerðu
grín að þessu með femínistaslagorðinu „konur þurfa bara að vera duglegar að koma ekki of seint“. Það þótti mér leiðinlegt að sjá. Því þó að það megi vel vera að undirliggjandi vandamálið sé of lítil umræða um raunveruleika kvenna frekar en konurnar sjálfar, þá hjálpar auðvitað ekkert ef það á að skjóta sendiboðann sem er að reyna að koma réttum upplýsingum á framfæri“

Hildur segir skort á upplýsingum geta leitt til þess að konur geri sér ekki grein fyrir því hvaða takmarkanir líkaminn setji þeim í þessum efnum og hvaða valkostir standi þeim til boða. Hún bendir á að hægt sé að frysta egg og það sé dæmi um upplýsingar sem allar konur ættu að hafa. „Ég leyfi mér að segja við mér yngri konur, frystu eggin þín. Ég held að það sé þess virði og vildi gjarnan að ég hefði gert það.“

 

Smelltu hér til að lesa viðtalið í heild sinni. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum