Jörð hefur skolfið í alla nótt á Reykjanesskaga en þó hefur dregið aðeins úr óróa á skjálftasvæðunum frá miðnætti en hún hefur þó verið meiri en nóttina á undan. Skömmu fyrir klukkan fimm höfðu kerfi Veðurstofunnar skráð um 600 skjálfta frá miðnætti.
RÚV skýrir frá þessu og hefur eftir Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingi. Stærsti skjálftinn í nótt reið yfir klukkan 00.59 en hann var 4,1 og átti upptök sín 1,4 kílómetra suðaustur af Fagradalsfjalli.