Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Domino‘s Group í Bretlandi keypti starfsemina hér á landi í tveimur áföngum, 2016 og 2017, af Birgi og öðrum hluthöfum og greiddi um átta milljarða fyrir.
Morgunblaðið segir að samningar um kaupin hafi náðst um liðna helgi en hefur ekki upplýsingar um kaupverðið. Í umfjöllun blaðsins um málið þann 17. mars kom fram að verðmat fyrirtækisins væri um 2,5 milljarðar.
Morgunblaðið segir að Birgir sé nú að kaupa Domino‘s keðjuna í þriðja sinn. Með honum í hóp eru þrír öflugir fjárfestar að sögn blaðsins. Það eru Sjávarsýn ehf., sem er í eigu Bjarna Ármannssonar. Kristinn ehf., sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og Lýsi hf., sem er í meðal annars í eigu Gunnlaugs S. Gunnlaugssonar, Eyjólfs Sigurðssonar og Katrínar Pétursdóttur.
Birgir kom að stofnun Domino‘s hér á landi á sínum tíma en hætti afskiptum af fyrirtækinu 2005 en keypti það aftur 2011.