fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fréttir

Nafn mannsins sem grunaður er um morðið í Rauðagerði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 26. mars 2021 18:25

Rauðagerði í Reykjavík mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem situr í haldi lögreglu, grunaður um morðið á Albananum Armando Bequirai, heitir Angjelin Sterkaj. Hann er líka frá Albaníu og er fæddur árið 1986. Þetta herma áreiðanlegar heimildir DV en lögregla hefur ekki gefið upp nafn mannsins. Hefðbundið er að nöfn grunaðra sakamanna birtist fyrst opinberlega þegar ákæra gegn þeim er gefin út. Búast má við ákæru á Angjelin í fyrsta lagi eftir 2-3 vikur en líklega eitthvað síðar. Rannsókn lögreglu lýkur líklega eftir tvær vikur og eftir það verður málið sent ákærusviði lögreglunnar sem sendir málið til héraðssaksóknara, sem tekur ákvörðun um hvort ákært verður, en í dag eru yfirgnæfandi líkur á því.

Maðurinn er skráður Angjelin Sterkaj í þjóðskrá en á samfélagsmiðlum kallar hann sig Angjelin Mark Sterkaj. Hann hefur búið á Íslandi í um 7 ár. DV veit ekki mikið um Angjelin. Þó liggur fyrir að óvild var á milli hans og Armandos, hins látna.

Armando rak öryggis- og dyravörslufyrirtæki ásamt nokkrum samlöndum sínum. Lögregla fullyrti á blaðamannafundi í dag að hann hefði haft tengsl við undirheima.

Fullyrða má að Angjelin sé mjög lítið þekktur og hafi lítið látið á sér bera. Jafnvel í undirheimum eru mjög fáir sem til hans þekkja. Hann bjó um tíma með konu í litlu fjölbýlishúsi í miðbænum og er skráður þar til heimilis í þjóðskrá ennþá, en var fluttur þaðan töluvert löngu áður en Armando var myrtur. Ekki er vitað hvar hann bjó síðast.

Angjelin var handtekinn þremur dögum eftir morðið á Armando. Hann neitaði sök þráfaldlega framan af rannsókninni og játaði ekki fyrr en gögn lögreglu gegn honum höfðu hlaðist svo mikið upp að hann var kominn upp að vegg.

Morðvopnið var 22 kalibera skammbyssa með hljóðdeyfi. Lögregla fann morðvopnið í sjó án þess að yfirheyrðir vísuðu á það. Lögreglumenn lásu á milli línanna í framburði yfirheyrðra og fundu morðvopnið út frá þeim upplýsingum. Byssunni var stolið frá aðila sem hafði leyfi fyrir henni. Því var morðvopnið upphaflega löglega skráð.

Möguleg meðsekt annarra aðila er enn til rannsóknar hjá lögreglu en staðfest er að lögregla telur að morðið hafi verið fyrirfram skipulagt.

Fram kom á upplýsingafundinum að lögregla telur sig vita morðástæðuna en gefur hana ekki upp. Óstaðfestar heimildir DV herma að persónuleg óvild milli Armandos og Angjelin sé helsta ástæða morðsins. Sá orðrómur sannar hvorki né afsannar að málið geti tengst flóknari átökum og uppgjöri í undirheimum.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Diljá Mist Einarsdóttir býður sig fram í varaformann Sjálfstæðisflokksins

Diljá Mist Einarsdóttir býður sig fram í varaformann Sjálfstæðisflokksins
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hefur áhyggjur af launahækkunum kennara

Hefur áhyggjur af launahækkunum kennara
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dagsektir verði lagðar á Hringdu

Dagsektir verði lagðar á Hringdu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir ámælisvert að ekki sé búið að banna umskurð drengja á Íslandi

Segir ámælisvert að ekki sé búið að banna umskurð drengja á Íslandi
Fréttir
Í gær

Ráðuneytið segir Dalvíkurbyggð ekki hafa fylgt reglum en ætlar ekki að gera neitt í því

Ráðuneytið segir Dalvíkurbyggð ekki hafa fylgt reglum en ætlar ekki að gera neitt í því
Fréttir
Í gær

Tryggvi deilir 10 lífslexíum sem hann lærði í lögreglunni – „Miðaldra konur áreita karlkyns lögreglumenn mest“

Tryggvi deilir 10 lífslexíum sem hann lærði í lögreglunni – „Miðaldra konur áreita karlkyns lögreglumenn mest“
Fréttir
Í gær

Hið umdeilda Arnarland afgreitt úr skipulagsnefnd Garðabæjar – Segjast skilja áhyggjur íbúa

Hið umdeilda Arnarland afgreitt úr skipulagsnefnd Garðabæjar – Segjast skilja áhyggjur íbúa
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður dæmdur fyrir húsbrot, brot gegn nálgunarbanni og margt fleira – Trylltist þegar hann sá fötin sín úti í plastpoka

Síbrotamaður dæmdur fyrir húsbrot, brot gegn nálgunarbanni og margt fleira – Trylltist þegar hann sá fötin sín úti í plastpoka