Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að fyrir tveimur árum hafi héraðsdómur fallist á kröfu barnaverndarnefndar um að svipta báða foreldrana forræði yfir börnunum. Landsréttur sneri niðurstöðunni við og dæmdi foreldrunum í hag. Hæstiréttur tók málið fyrir í mars á síðasta ári og snéri dómi Landsréttar við og svipti foreldrana forræði.
Foreldrarnir kærðu málið til Mannréttindadómstólsins, hvort í sínu lagi. Þau byggja kærur sínar á 8. grein Mannréttindasáttmálans um friðhelgi einkalífs og fjölskyldu og segja að bæði málsmeðferðin og forsjársviptingin hafi brotið gegn ákvæðinu.
Mannréttindadómstólinn hefur beint spurningum um kæruefnið til ríkisins og hefur ríkið frest til að svara þeim. Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir að fleiri íslensk barnaverndarmál bíði ákvörðunar dómstólsins um hvort þau verði tekin til efnislegrar meðferðar.