fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Metfjöldi matarúthlutana hjá Fjölskylduhjálp Íslands

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. mars 2021 09:00

Beðið eftir úthlutun hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í febrúar fengu 2.200 heimili mat úthlutað hjá Fjölskylduhjálp Íslands og stefnir í að nú í mars fái 2.500 heimili mat úthlutað hjá samtökunum. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálparinnar, segir að það stefni í metaðsókn.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Haft er eftir Ásgerði að þetta sé mun meiri fjöldi en venjulega. „Við erum búin að vera með páskaúthlutanir allan mars, en við urðum að byrja snemma, annars hefðum við aldrei náð þessu,“ sagði hún.

Einnig sagði hún að þetta árið sé hægt að veita fólki vel fyrir páskana því Kaupfélag Skagfirðinga hafi gefið rausnarlega gjöf í lok síðasta árs þegar fyrirtækið gaf 40.000 máltíðir.

Í febrúar voru sextán úthlutunardagar og í mars verða þeir tuttugu. Haft er eftir Ásgerði að neyðin hér á landi sé meiri en tölur Fjölskylduhjálparinnar gefi til kynna því fjöldi fólks leiti til annarra hjálparsamtaka.

Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, sagði að umsóknum um neyðaraðstoð hafi fjölgað um 40% frá því að heimsfaraldurinn skall á. „Það er búið að vera mjög mikið að gera hjá okkur alveg síðan COVID skall á með atvinnuleysi og slíku en svo er alltaf meira í kringum páska og aðrar hátíðir,“ er haft eftir henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Penninn fær leyfi til að reka matvöruverslanir

Penninn fær leyfi til að reka matvöruverslanir
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“
Fréttir
Í gær

Fólk að gefast upp á lífrænu flokkunarpokunum – Mölflugur á sveimi og allt á floti í eldhússkápum

Fólk að gefast upp á lífrænu flokkunarpokunum – Mölflugur á sveimi og allt á floti í eldhússkápum
Fréttir
Í gær

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti