fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Gosið í Geldingadal gæti orðið langvinnt dyngjugos

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. mars 2021 07:57

Frá gossvæðinu. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gæti farið svo að gosið í Geldingadal verði langvinnt. Þorvaldur Þórðarson, jarðvísindamaður hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, segir að flæðið hafi verið jafnt frá upphafi og að gosið virðist vera orðið stöðugt sem geti bent til að um langvinnt gos verði að ræða.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. „Gosið gæti jafnvel farið í að mynda hraunskjöld eða dyngju,“ sagði hann. Þegar hann var spurður um hugsanlega tímalengd svaraði hann: „Eigum við ekki að byrja á því að tala varlega og segja mánuði til ár eða nokkur ár.“ Sem dæmi nefndi hann gos á Havaí sem stóð frá 1983 til 2018. Þar hafi jafnvægi náðst í framleiðni á kviku upp á fimm til tíu rúmmetra á sekúndu en það er sama magn og flæðir út í Geldingadal. Hann tók þó fram að ekkert sé gefið í þessu og gosinu geti þess vegna lokið á morgun eða staðið næstu þrjátíu árin eða lengur.

Þetta veldur því að hraunið safnast í eina stóra tjörn undir harðnaðri skorpu en undir henni er glóandi hraun sem er mjög heitt. Hann ráðleggur fólki því að stíga alls ekki upp á hraunið.

Hann sagði kvikuna vera í heitari kantinum því hún sé frekar frumstæð en hún kemur af 17 til 20 kílómetra dýpi.

Í umfjöllun Morgunblaðsins um málið í dag kemur einnig fram að vísbendingar séu um að hér sé um dyngjugos að ræða en þau hafa varla orðið frá lokum ísaldar. Rennsli dyngjugosa er yfirleitt hægt en þau geta staðið yfir í langan tíma. Haft er eftir Magnúsi Á. Sigurgeirssyni, jarðfræðingi, að ekki sé hægt að útiloka að það muni gerast í Geldingadal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þessu ætlar Donald Trump að breyta strax á fyrsta degi

Þessu ætlar Donald Trump að breyta strax á fyrsta degi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Í gær

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári