Þetta hefur RÚV eftir Steinari Þórði Kristinssyni, aðgerðarstjóra Landsbjargar. Engin alvarleg slys hafa orðið á fólki en allnokkrir göngumenn voru illa haldnir af ofkælingu er haft eftir Steinari.
Margir fundust uppi í fjöllunum og var hjálpað niður en aðrir komust að bílum sínum af sjálfsdáðum. 38 fengu aðhlynningu í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Hópsskóla í Grindavík.
Um klukkan fimm var staðan sú að enn átti eftir að hafa uppi á umráðamönnum átta bifreiða sem standa mannlausar nærri gosstöðvunum.