fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fréttir

Björgunarsveitir að störfum við gossvæðið – „Búumst við hinu versta“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. mars 2021 04:23

Björgunarsveitarbíll á vettvangi í nótt. Mynd:Landsbjörg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgunarsveitarmenn vöktuðu gosstöðvarnar í Geldingadal í gær og í gærkvöldi sem og gönguleiðirnar að þeim. Í gærkvöldi fjölgaði verkefnum þeirra töluvert og þurftu björgunarsveitarmenn að koma tugum manns til aðstoðar. Fleiri björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til aðstoðar í nótt og er verið að grennslast fyrir um fólk sem talið er að sé á svæðinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg og í umfjöllun RÚV. Meirihluti þeirra sem þurfti að aðstoða í gær var örmagna eftir langa göngu og eitthvað var um minniháttar slys og nokkrir villtust.

Veðurstofan og lögreglan vöruðu í gær við mjög slæmri veðurspá fyrir gossvæðið og hvatti fólk til að snúa strax við ef það væri á svæðinu. Skilaboð með þessum upplýsingum voru send í farsíma fólks sem var á svæðinu.

RÚV hefur eftir Steinari Þór Kristinssyni, hjá aðgerðarstjórn Landsbjargar í Grindavík, að veðrið sé nú orðið mjög slæmt og að hann óttist hið versta fyrir nóttina. Byrjað er að svipast um eftir fólki í hrakningum og verið er að fjölga björgunarsveitarmönnum á svæðinu.

Staðan er bara að versna. Það er vaxandi veður og það er komin úrkoma og spáð bara arfavitlausu veðri hérna um eitt leytið og það er bara að bresta á. Við erum nú þegar farin í eftirgrennslan eftir fólki hérna úti í hrauni og við viljum bara fá alla í bíla og heim,” hafði RÚV eftir Steinari um klukkan eitt.

Lögregla og björgunarsveitir hafa staðið vaktina við gosstöðvarnar. Mynd:Landsbjörg

Hann sagði að töluvert af bílum væru úti í kanti á þeim stöðum sem gosskoðunarfólk hefur verið að leggja á og því megi draga þá ályktun að enn sé eitthvað af fólki í kringum gosstöðvarnar. Veðrið sé orðið mjög slæmt og eigi bara eftir að versna.

 „Það er hávaðarok hérna og úrkoma. Það er talað um allt að 15 metra á sekúndu og það er mikil úrkoma og kalt, alveg niður í tvær gráður. Ef fólk er ekki þeim mun betur búið, þá lítur þetta illa út. Það er bara verið að fara í stórt útkall hérna á svæðunum í kring og við bara búumst við hinu versta. Staðan er bara orðin þannig,” sagði hann í samtali við RÚV.

Þá voru 50 til 100 björgunarsveitarmenn á vettvangi og verið að fjölga þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Í gær

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir