fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Instagram-stjörnur haldið ykkur heima – Lögreglan á Suðurnesjum biðlar til fólks að sýna aðgát

Bjarki Sigurðsson
Sunnudaginn 21. mars 2021 10:08

Gos er hafið í Geldingadal á Reykjanesi Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið var af mannaferðum við Fagradalsfjall í gærkvöldi og gærnótt. Fólk hafði safnast saman til að skoða eldgosið sem hófst á föstudagskvöld og taka myndir og myndbönd. Áhrifavaldar voru hluti þeirra sem ákváðu að skoða gosið með eigin augum í gær og hefur fjöldi þekktra einstaklinga birt myndir af sér nálægt gosinu.

Lögreglan á Suðurnesjum sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem biðlað er til fólks að fara varlega við gosstöðvar. Minnt er á að náttúruöflin eru óútreiknanleg og að lítið þurfi að gerast til að hraunstreymi breytist eða aukist.

„Við biðjum fólk um að sýna þessum aðvörunum okkar skilning og fara varlega þar sem farið er að dimma og erfitt er að fóta sig í úfnu hrauninu. Erfiður gangur er að svæðinu og er það erfitt yfirferðar. Vinsamlegast virðið þessi aðvörunarorð okkar,“ segir í tilkynningunni en gangan að fjallinu er ekki auðveld, um þrír tímar aðra leið og því mikilvægt að vera í réttu fötunum ef farið er í ferð.

Gönguleiðin að eldgosinu er tíu kílómetrar og er ekki auðveld. Mikilvægt er að vera með rétta búnaðinn við gönguna, til dæmis hlý föt, nesti og góða skó.

Fólk hefur haft samband við blaðamenn og reynt að fá lánaðan blaðamannapassa til að komast nær gosinu á bíl. Það er þó ekki hægt þar sem passarnir eru gefnir út af Blaðamannafélagi Íslands og eru með mynd af viðkomandi blaðamanni.

Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir í samtali við DV að dæmi séu um að fólk hafi örmagnast við eldgosið vegna lélegs undirbúnings. Það hafi ekki haft nesti eða verið í nægilegu formi til að takast á við þessa erfiðu göngu.

Ekkert hefur verið rætt um breytingar á aðgengi að svæðinu en Rögnvaldur segir að almannavarnir vilji hafa svæðið opið sem lengst. Ekkert hafi komið upp á hingað til sem kallar eftir lokun eða takmörkun aðgengis á svæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Í gær

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“
Fréttir
Í gær

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings