fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Gos á Reykjanesskaga getur hafist með skömmum fyrirvara

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. mars 2021 08:00

Fagradalsfjall. Mynd: Snorri Þór Tryggvason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dr. Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor emeritus, segir að gos geti hafist á Reykjanesskaga með skömmum fyrirvara. Hann segir að mikil atburðarás sé í gangi og allt óstöðugt og á meðan svo er sé erfitt að segja til um framhaldið.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Páli að ef kvikan hafi þrýsting og aðstæður til að koma upp á yfirborðið þá geti hún brotist þá leið sem eftir er, sem er um einn kílómetri, á skömmum tíma. „Við erum þegar búin að sjá aðdragandann. Hann er orðinn langur en getur líka orðið lengri,“ sagði Páll sem mynnti á að Holuhraunsgangurinn hafi lengst í tvær vikur áður en kvika kom upp á yfirborðið.

Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Mynd: Stefán Karlsson

Ef svo fer að eldgos brýst út við Fagradalsfjall er líklegt að um sprungugos verði að ræða en þau geta verið kraftmikil í upphafi en botninn dettur oft fljótlega úr kraftinum eins og gerðist í Kröflugosunum. Sum þeirra byrjuðu á löngum sprungum og mikið hraun flæddi á stuttum tíma en næsta dag var allur kraftur úr þeim.

Syðri endi kvikugangsins á Reykjanesskaga hefur færst sunnar og í gær var hann undir Fagradalsfjalli. Gangurinn er um 1 til 2 metrar á þykkt að sögn Páls. Talið er að 10 til 20 rúmmetrar af kviku streymi inn í hann á sekúndu og því þenst hann út og þykknar.

Páll sagði að talið væri að heildarrúmmálið sé orðið 10 til 20 milljónir rúmmetra sem þyki ekki neitt rosalega mikið. Ef allt þetta magn kæmi upp á yfirborðið væri það eins og gosið á Fimmvörðuhálsi sem var lítið gos.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Í gær

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“