fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Um 700 skjálftar frá miðnætti – Rúmlega 20 yfir 3 að stærð

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. mars 2021 06:06

Kort yfir yfirfarna skjálfta síðustu klukkustunda. Mynd:Veðurstofa Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá miðnætti hafa um 700 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga. Sá sterkasti var 5,1 og átti upptök sín í suðvesturhorni Fagradalsfjalls klukkan 03.14. Hann fannst á Reykjanesskaga, höfuðborgarsvæðinu, Hellu og í Búðardal. Rúmlega 20 skjálftar yfir 3,0 að stærð hafa riðið yfir.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Fram kemur að virknin, sé eins og í gær, að mestu bundin við suðurhluta Fagradalsfjalls en nokkrir skjálftar hafi mælst rétt  norðaustan við Grindavík. Sá stærsti 3,9 klukkan 04.35. Einnig hafi örfáir skjálftar mælst við Trölladyngju. Enginn gosórói hefur mælst né afgerandi breytingar í GPS gögnum.

Í gær mældust um 2.900 skjálftar á Reykjanesskaga. Sá stærsti var 4,0 en hann reið yfir klukkan 23.01.

Virknin á svæðinu jókst á sjötta tímanum í gær eftir rólegan sólarhring. Í kjölfarið varð virknin aðallega bundin við suðurhluta Fagradalsfjalls. Um klukkan 18.45 í gærkvöldi jókst tíðni smáskjálfta á svæðinu og samfara því mældust nokkrir skjálftar um og yfir 3,0.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum
Fréttir
Í gær

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Banaslys á Þingvallavegi

Banaslys á Þingvallavegi