Lögmannafélagið mun óska eftir upplýsingum um málið að því er Fréttablaðið skýrir frá í dag. Haft er eftir Berglindi Svavarsdóttur, formanni félagsins, að vitnaskylda verjanda nái aldrei til atriða eða upplýsinga sem þeir hafa fengið í störfum sínum sem verjendur. „. Það er þagnarskylda. Trúnaðarskylda er ein sú mikilvægasta skylda sem lögmenn hafa í sínum störfum fyrir sína skjólstæðinga,“ er haft eftir henni.
Hún sagði að ef reyna eigi að reka fleyg í þetta eða kalla verjanda í skýrslutöku þurfi veigamiklar ástæður að búa að baki.
Steinbergur sagðist ekki geta tjáð sig um efnisatriði málsins vegna trúnaðarskyldu. Niðurstöðu héraðsdóms er að vænta í dag.