Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. „Mikil áhersla er lögð á að tryggja að smit berist ekki hingað yfir landamæri. Þetta starfsfólk er að halda uppi samgöngum við landið og fer út fyrir landamærin og kemst í snertingu við fólk um borð í flugvélum og erlendis. Þótt smithætta sé lítil um borð í flugvélum er hún samt einhver og fólkið er lengur í snertingu við farþega en margir aðrir sem koma að komufarþegum,“ hefur blaðið eftir Jens Þórðarsyni, framkvæmdastjóra flugrekstrarsviðs Icelandair.
Hann sagði einnig að Icelandir vilji vinna með stjórnvöldum í baráttunni gegn heimsfaraldrinum og telji að bólusetning starfsfólks félagsins sé mikilvægur hlekkur í að viðhalda þeim góða árangri sem náðst hefur.
Embætti landlæknis og heilbrigðisráðuneytið synjaði ósk Icelandair um að framlínustarfsfólk félagsins verði bólusett gegn kórónuveirunni. Jens sagðist telja að hér sé um eitthvað á þriðja hundrað manns að ræða.
Formenn Flugfreyjufélags Íslands og Félags íslenskra atvinnuflugmanna vilja að félagsmenn þeirra verði bólusettir sem fyrst vegna eðlis starfs þeirra segir í umfjöllun Morgunblaðsins.