fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Sigríði Helgu var sagt upp í veikindaleyfi – MR þarf að greiða henni þrjár milljónir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. febrúar 2021 09:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn var íslenska ríkinu gert að greiða Sigríði Helgu Sverrisdóttur, fyrrum kennara við Menntaskólann í Reykjavík, rúmlega þrjár milljónir í vangoldin laun og málskostnað. Það var Héraðsdómur Reykjavíkur sem kvað upp dóm um þetta.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að málið hafi snúist um rétt Sigríðar Helgu til forfallalauna á meðan hún var í veikindaleyfi. Taldi dómurinn að þessi réttur næði lengra en næmi uppsagnarfresti hennar.

Sigríður Helga fór í veikindaleyfi í nóvember 2018 á grundvelli læknisvottorðs þar sem staðfest var að hún væri óvinnufær. Í lok apríl 2019 var henni sagt upp störfum. Sagði Elísabet Siemsen, rektor MR, að uppsögnin væri tilkomin vegna niðurskurðar í tengslum við styttingu framhaldsskólans. Sigríður fékk þá laun út uppsagnarfrestinn, eða út júlí.

Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði átt rétt á launum í 360 daga eftir að veikindaleyfi hennar hófst, óháð uppsögn. Hún fær því laun fyrir rúma þrjá mánuði auk málskostnaðar upp á 850.000 krónur.

Linda Rós Michaelsdóttir og Sigríður Helga Sverrisdóttir sögðu DV sögu sína í júní 2019. Mynd: Eyþór Árnason

DV skýrði frá máli Sigríðar Helgu í júní 2019. Í því sagði hún meðal annars að hún hefði verið kölluð á fund rektors, daginn áður en hún fór í veikindaleyfi, þar sem henni var skýrt frá kvörtunum varðandi kennsluhætti hennar en Sigríður sagði lítið hafa verið hæft í þessum kvörtunum. Henni var þá boðið að þiggja starfslokasamning eða fá áminningu og var þetta viss hótun að mati Sigríðar Helgu. Hún vildi ekki sætta sig við þessa kosti og fór í veikindaleyfi í kjölfarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“