fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fréttir

Aukið álag á barnaverndarkerfið vegna heimsfaraldursins

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. febrúar 2021 08:00

Ásmundur Einar Daðason fer með málefni barna í ríkisstjórninni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilkynningum til Barnaverndarstofu fjölgaði mikið á síðasta ári frá árinu á undan. Tilkynningum um vanrækslu fjölgaði um 19% og tilkynningum um foreldra í áfengis- eða vímuefnaneyslu um 27,5%. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir að ráðuneytið hafi búist við fjölgun tilkynninga til barnaverndarnefnda í faraldrinum.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. „Þetta er það sem, því miður, gerist þegar svona heimsfaraldrar ganga yfir, þá eykst álag á allt barnaverndarkerfið. Við vorum mjög meðvituð um það, þess vegna höfum við farið í fjölþættar aðgerðir til að styðja börn og barnafjölskyldur,“ er haft eftir Ásmundi Einari.

Síðasta vor var átakinu „Við erum öll barnavernd“ hleypt af stokkunum til að gera fólk meðvitaðra um málefni barna í faraldrinum og til að hvetja það til að tilkynna um vanrækslu eða ofbeldi í garð barna. Ásmundur hefur einnig beitt sér fyrir að félagslegar aðgerðir snúi að miklu leyti að börnum í viðkvæmri stöðu. „Það er aldrei jákvætt að barnaverndartilkynningum fjölgi en í þessu tilfelli þá er það jákvætt. Þess vegna höfum við verið að spýta inn í kerfin okkar, og við munum þurfa að gera það áfram,“ er haft eftir honum. Hann sagði jafnframt mikilvægt að tryggja áfram fjárveitingar til málefna barna að heimsfaraldrinum loknum. „Aðgerðirnar skiluðu árangri en við þurfum að vera á tánum áfram. Og við erum að gera það,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Pútín hefur sett „samningaleikhús“ í gang – Það er í 5 hlutum og Trump kom til sögunnar í öðrum hluta

Pútín hefur sett „samningaleikhús“ í gang – Það er í 5 hlutum og Trump kom til sögunnar í öðrum hluta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Fundu rúmlega 100 milljón króna þýfi í iðrum þjófsins

Fundu rúmlega 100 milljón króna þýfi í iðrum þjófsins
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Varstu að hugsa um að kaupa allar raðirnar í Lottó? – Þá erum við með slæmar fréttir

Varstu að hugsa um að kaupa allar raðirnar í Lottó? – Þá erum við með slæmar fréttir
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Eigandinn tjáir sig um ógnandi menn sem halda til í þvottahúsinu við Grettisgötu – „Þetta kemur í bylgjum“

Eigandinn tjáir sig um ógnandi menn sem halda til í þvottahúsinu við Grettisgötu – „Þetta kemur í bylgjum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Snorri spyr hvort þetta sé í alvörunni umdeild skoðun fámenns hóps – „Hér er talað eins og við séum örlítill grenjandi minnihluti“

Snorri spyr hvort þetta sé í alvörunni umdeild skoðun fámenns hóps – „Hér er talað eins og við séum örlítill grenjandi minnihluti“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Bjarni Már: „Spurn­ing­in er ekki hvort Ísland þurfi að bregðast við, held­ur hvenær”

Bjarni Már: „Spurn­ing­in er ekki hvort Ísland þurfi að bregðast við, held­ur hvenær”
Fréttir
Í gær

Segir að Úkraína verði að velja á milli að verða bandarísk eða rússnesk nýlenda

Segir að Úkraína verði að velja á milli að verða bandarísk eða rússnesk nýlenda
Fréttir
Í gær

Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur

Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur