fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Aukið álag á barnaverndarkerfið vegna heimsfaraldursins

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. febrúar 2021 08:00

Ásmundur Einar Daðason fer með málefni barna í ríkisstjórninni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilkynningum til Barnaverndarstofu fjölgaði mikið á síðasta ári frá árinu á undan. Tilkynningum um vanrækslu fjölgaði um 19% og tilkynningum um foreldra í áfengis- eða vímuefnaneyslu um 27,5%. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir að ráðuneytið hafi búist við fjölgun tilkynninga til barnaverndarnefnda í faraldrinum.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. „Þetta er það sem, því miður, gerist þegar svona heimsfaraldrar ganga yfir, þá eykst álag á allt barnaverndarkerfið. Við vorum mjög meðvituð um það, þess vegna höfum við farið í fjölþættar aðgerðir til að styðja börn og barnafjölskyldur,“ er haft eftir Ásmundi Einari.

Síðasta vor var átakinu „Við erum öll barnavernd“ hleypt af stokkunum til að gera fólk meðvitaðra um málefni barna í faraldrinum og til að hvetja það til að tilkynna um vanrækslu eða ofbeldi í garð barna. Ásmundur hefur einnig beitt sér fyrir að félagslegar aðgerðir snúi að miklu leyti að börnum í viðkvæmri stöðu. „Það er aldrei jákvætt að barnaverndartilkynningum fjölgi en í þessu tilfelli þá er það jákvætt. Þess vegna höfum við verið að spýta inn í kerfin okkar, og við munum þurfa að gera það áfram,“ er haft eftir honum. Hann sagði jafnframt mikilvægt að tryggja áfram fjárveitingar til málefna barna að heimsfaraldrinum loknum. „Aðgerðirnar skiluðu árangri en við þurfum að vera á tánum áfram. Og við erum að gera það,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt