„Drengjum er kennt, bæði beint og óbeint, að menntun sé fyrir stúlkur. Kvenlægar kennsluaðgerðir, s.s. ,,yndislestur“ eru ráðandi eins og við er að búast í kvennaskóla,” segir Páll í færslu sinni.
Hann segir síðan að útkoman sé fyrirsjáanleg. Karlar séu einungis þriðjungur þeirra sem útskrifast úr háskóla. Munurinn sé enn meiri þegar framhaldsnám á í hlut, þar séu karlar í miklum minnihluta þeirra sem útskrifast með meistara- og doktorspróf.
Hann segir gjaldfall menntunar blasa við, háskólastéttirnar séu að kvenvæðast og að þær lækki hlutfallslega í launum miðað við aðrar starfsstéttir. Hann víkur síðan að gæðum háskólanáms í lokaorðum sínum: „Háskólanám almennt lætur á sjá, samanber hjávísindin um manngert veður og kynjafræði sem segja Darwin ómarktækan og halda fram bábiljum um að kynin séu félagslega skilgreind en ekki líffræðilega.“