fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Lilja segir skattlagningu á streymisveitur vera forgangsmál

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. febrúar 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að skattlagning á streymisveitur á borð við Netflix og samfélagsmiðla á borð við Facebook sé forgangsmál vegna jafnræðis. Hún segir að unnið hafi verið með alþjóðastofnunum, til dæmis Efnahags- og framfarastofnuninni, að málinu.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Lilju að um mjög brýnt mál sé að ræða. „Við erum að leita leiða til að flýta þessari vinnu. Þetta hefur tafist hjá samstarfsaðilum okkar,“ er haft eftir henni.

Verkefnið hefur verið á borði fjármála- og efnahagsráðuneytisins og mennta- og menningarmálaráðuneytisins og hafa ráðuneytin kannað hvernig hægt sé að vinna hraðar í málunum. „Við sjáum hvernig fjárhæðir streyma út og við viljum jafna leikinn. Við erum að tala um þessar stóru efnisveitur þar sem auðvitað verið er að auglýsa, auglýsendur eru þar sem fólkið er. Við viljum að það sé jafnræði milli þess að auglýsa innanlands og hjá þessum erlendu streymisveitum,“ sagði Lilja.

Hún sagði að auglýsingatekjur streymi úr landi og ekki séu greiddir sömu skattar og skyldur af þeim eins og gert er þegar auglýst er innanlands. „Þarna viljum við jafna leikinn,“ sagði hún.

Hún sagði jafnframt að unnið hafi verið að málinu frá upphafi kjörtímabilsins og það þurfi að hraða þeirri vinnu og sagðist gera ráð fyrir að verkinu ljúki fyrir lok kjörtímabilsins og að fullur hugur sé í báðum um ráðuneytum um að ljúka verkefninu. „Við viljum bara flýta þessu. Þetta tekur of langan tíma og á meðan minnka tekjurnar, auglýsingatekjurnar til innlendu fjölmiðlanna. Það verður að fara í þetta,“ sagði hún.

 

Upp­fært kl. 10:10 á vef Fréttablaðsins

Í upp­haf­legu fréttinni var sagt að Net­flix greiddi ekki skatta hér á landi sem er ekki rétt. Sam­kvæmt Millu Ósk Magnús­dóttur, upp­lýsinga­full­trúi Lilju Daggar Al­freðs­dóttur, mennta- og menningar­mála­ráð­herra greiðir streymis­veitan skatta hér á landi og fyrir­hugaðar breytingar á skatt­lagningu streymis­veita og sam­fé­lags­miðla hefur ekki á­hrif á verð­lag á á­skriftum að Net­flix hér­lendis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar