fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Íslendingar keyptu Bitcoin fyrir 600 milljónir í janúar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. febrúar 2021 09:00

Bitcoin er vinsæl rafmynt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í janúar keyptu Íslendingar rafmyntina Bitcoin fyrir 600 milljónir króna hjá fyrirtækinu Myntkaupum ehf. Talið er að 0,34% af viðskiptum með rafmyntir hafi tengst ólögmætri starfsemi á síðasta ári.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að minnisblað frá Rafmyntaráði Íslands hafi verið kynnt á fundi með Sjálfstæðisflokknum í vikunni og að í því komi fram að Íslendingar hafi keypt Bitcoin fyrir 600 milljónir.

Fjöldi viðskiptavini Myntkaupa er sagður hafa næstum þrefaldast á síðustu tveimur mánuðum og séu þeir nú um þrjú þúsund.

Verðið á Bitcoin hefur sveiflast mikið síðustu mánuði og misseri og ár en í vikunni fór það í fyrsta sinn yfir fimmtíu þúsund dali fyrir eitt Bitcoin.

Morgunblaðið hefur eftir Kjartani Ragnars, framkvæmdastjóra Rafmyntaráðs, að töluvert hafi borið á alvarlegum staðreyndavillum og úreltum upplýsingum í umfjöllun fjölmiðla um rafmyntir að undanförnu. Því sé til dæmis haldið fram að rafmyntir séu „hornsteinn í ýmissi ólöglegri starfsemi“ en hið rétta sé að á síðasta ári sé áætlað að 0,34% af viðskiptum með rafmyntir hafi tengst ólöglegri starfsemi. Hann sagði jafnframt að umræðan beri þess merki að íslenskir stjórnmálamenn hafi ekki haft mikið fyrir því að kynna sér nýjar áherslur og breytta tíma varðandi Bitcoin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
Fréttir
Í gær

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Í gær

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Í gær

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars
Fréttir
Í gær

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli