fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Fjallað um Rauðagerðismálið í albönskum fjölmiðli – „Hafði byrjað nýtt líf, langt frá vandræðum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 19. febrúar 2021 14:03

Armando Bequirai

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjallað er um morðið í Rauðagerði í albanska fjölmiðlinum Politiko. Frétt birtist þar fyrir tveimur dögum í þeim hluta miðilsins þar sem birtast fréttir á ensku.

Fréttin er að mestu í samræmi við þróun rannsóknarinnar eins og henni var lýst í fjölmiðlum fyrir tveimur dögum, þegar frekari handtökur og yfirheyrslur hófust. Í fréttinni segir meðal annars að Armando Bequiri, sem myrtur var fyrir utan heimili sitt, síðastliðið laugardagskvöld, hafi verið ákafur stuðningsmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu.

„Grunur leikur á að morðið hafi verið framið vegna ósættis varðandi fíkniefnaviðskipti, jafnvel þó að hinn myrti hafi verið búsettur í Reykjavík í sjö ár, þar sem hann hafði byrjað nýtt líf, langt frá vandræðum,“ segir um Armando.

Tekið skal fram að íslenska lögreglan hefur ekki staðfest að morðið tengist fíkniefnaviðskiptum en fjölmiðlar hafa gert því skóna. Þá segir ennfremur um Armando:

„Hann var með íslenskan ríkisborgararétt og hafði stofnað fyrirtæki sem starfar að öryggisgæslu en sem mikill knattspyrnuáhugamaður var hann ákafur stuðningsmaður íslenska knattspyrnulandsiðsins.“

Í fréttinni er morðinu lýst eins og það hefur birst í íslenskum fjölmiðlum.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ráðgjafi Trump segir að Zelenskyy verði að sætta sig við að Krímskagi sé tapaður

Ráðgjafi Trump segir að Zelenskyy verði að sætta sig við að Krímskagi sé tapaður
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé
Fréttir
Í gær

Leigusali í Grindavík ofrukkaði leigjandann eftir hamfarirnar

Leigusali í Grindavík ofrukkaði leigjandann eftir hamfarirnar
Fréttir
Í gær

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt
Fréttir
Í gær

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“
Fréttir
Í gær

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir
Fréttir
Í gær

Fangi lést á Litla Hrauni í dag

Fangi lést á Litla Hrauni í dag