fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Samdráttur í sýklalyfjanotkun samhliða heimsfaraldrinum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. febrúar 2021 10:00

Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Mynd: Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári dróst notkun sýklalyfja verulega saman hér á landi. Ávísunum á sýklalyf fækkaði um 16% á milli 2019 og 2020. Á tímabilinu 2015 til 2019 var meðalfjöldi ávísana 670 á hverja þúsund íbúa en á síðasta ári voru þær 500 á hverja þúsund íbúa.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Birni Rúnari Lúðvíkssyni, yfirlækni ónæmisfræðideildar Landspítalans, að líklega sé um beina tengingu á milli aukinna sóttvarna og minni sýklalyfjanotkunar að ræða. „Fólk er náttúrlega að huga sérstaklega vel að smitvörnum núna og er meira heima, þá verður smittíðni almennt minni í samfélaginu og þar af leiðandi verður sýklalyfjanotkun minni,“ er haft eftir Birni sem sagði aðspurður að of snemmt sé að segja hvaða áhrif þetta geti haft á sýklalyfjaónæmi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur metið sýklalyfjaónæmi sem eina mestu ógnina við heilbrigði í heiminum.

„Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans hefur haldið gríðarlega vel utan um tíðni fjölónæmra baktería og sem betur fer höfum við ekki verið í hættulegum tölum hér á landi en þetta fer vaxandi,“ er haft eftir Birni. Fjölónæmar bakteríur eru bakteríur sem sýklalyf virka ekki á. „Bakteríur eru alveg ótrúlega sniðugar og fljótar að mynda ónæmi og vírusinn er náttúrlega að stökkbreytast líka, hann finnur sér leiðir fram hjá svo þetta á líka við um vírusa, en bakteríurnar eru það sem við höfum haft meiri áhyggjur af í gegnum tíðina,“ sagði Björn einnig.

Hann sagði að fjölónæmisbakteríustofnar hafi komið upp hér á landi en starfsfólk Landspítalans sé stöðugt á varðbergi gagnvart sýkingum af því tagi og sé reglulega skimað fyrir slíkum sýkingum.

Hann sagði jafnframt að segja megi að það sé jákvæður punktur í heimsfaraldrinum að það dragi úr notkun sýklalyfja sem muni aftur draga úr fjölónæmum bakteríum. Hann sagðist þó telja að þróunin breytist hratt þegar slakað verður á sóttvarnareglum. „Þá fer fólk að sýkjast aftur, en ekki aðeins vegna þess heldur er tíðni sýkinga alltaf há á þessum árstíma,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Árekstur þriggja bíla við Hamraborg – Dælubíll og þrír sjúkrabílar sendir á vettvang

Árekstur þriggja bíla við Hamraborg – Dælubíll og þrír sjúkrabílar sendir á vettvang
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Í gær

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt