fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Fjórir handteknir í gær vegna morðsins í Rauðagerði – Samtals átta í haldi lögreglu

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 17. febrúar 2021 15:07

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær fjóra karlmenn vegna rannsóknar sinnar á morðinu í Rauðagerði síðastliðna helgi. Samtals eru því átta í haldi lögreglu. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu um málið. Þar segir jafnframt að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir þeim.

Karlmaður á fertugsaldri frá Litháen var handtekinn fljótlega eftir morðið seint á laugardagskvöld og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til fjögurra daga. Þrír voru svo handteknir í aðgerðum sérsveitar ríkislögreglustjóra og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt þriðjudags. Á meðal þeirra var Anton Kristinn Þórarinsson. Voru þeir úrskurðaðir í viku langt gæsluvarðhald seint í gærkvöldi.

DV hefur heimildir fyrir því að maðurinn sem fyrstur var úrskurðaður í gæsluvarðhald hafi verið handtekinn í íbúð sem Anton hafði til umráða og hafði séð erlendum mönnum sem voru á hans vegum hér á landi fyrir. Sú íbúð hefur verið innsigluð síðan um helgina.

Steinbergur Finnbogason, lögmaður Antons Kristins, sagði Anton saklausan af aðild að morðinu í fjölmiðlum í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök