fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Úlfúð vegna búnings kennara á Ísafirði – „Jesús minn, það má ekkert“ – „Guð á himni, hvar endar þetta?“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 16. febrúar 2021 19:18

Aðsend mynd sem Fréttablaðið birti af búningnum sem um ræðir má sjá efst til vinstri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttablaðið birti í gær frétt þar sem fjallað var um svokallaðan maskadag sem Ísfirðingar halda hátíðlegan að kvöldi bolludags en þá ganga börn hús úr húsi og syngja fyrir nammi. Með fréttinni var birt mynd af tveimur kennurum í búning á Ísafirði sem tekin var í gær. Búningur annars kennarans varð til þess að nokkrum kennaranemum blöskraði en kennarinn klæddi sig upp sem araba.

„Síðustu ár hefur mikið borið á umfjöllun um það hversu óviðeigandi það er þegar fólk klæðir sig upp í búning sem manneskja af annarri menningu eða kynþætti, sér í lagi hvítt fólk í forréttindastöðu,“ segir í tölvupósti sem kennaranemarnir sendu á skólastjóra Grunnskólans á Ísafirði en einn þeirra birti póstinn á Twitter-síðu sinni í dag.

Einn nemanna birti síðan færslu í opnua Facebook-hópnum Skólaumbótaspjallið en þar ræða kennarar og annað áhugafólk um skólaumbætur um skólastarf. „Hvað finnst kennurum og skólastjórnendum hér um að grunnskólakennari klæði sig upp sem arabi (í þeim tilgangi að gera grín, að því er virðist)?“ spyr neminn.

„Að mínu mati er þetta niðrandi af hálfu kennara sem fyrirmyndar og ættu skólar að vera meðvitaðir um að stuðla ekki að fordómum eða staðalímyndum um minnihlutahópa. Hafa skólar sett sér reglur eða viðmið um það hvaða búninga skuli forðast? Hefur þessi umræða átt sér stað í þínum skóla?“

„Guð á himni, hvar endar þetta?“

Færslan hefur vakið mikla athygli innan hópsins og má segja að mikil úlfúð hafi skapast í athugasemdunum sem eru þegar þetta er skrifað yfir 200 talsins. Meðlimir hópsins voru vægast sagt ósammála um það hvort búningur kennarans sé í lagi. Margir tóku undir með nemunum og margir voru virkilega á móti.

„Jesús minn, það má ekkert,“ segir kona nokkur og fleiri taka undir. „Þarf að fordómavæða allt?“ spyr til að mynda önnur kona í hópnum. „Guð á himni, hvar endar þetta? Er ekki orðið auðveldara að segja bara hvað má?“ spyr svo enn önnur.

Þá voru nokkrir á því að þeir sem segja þetta ekki vera í lagi séu að missa sig. „Sumir hérna eru gjörsamlega að missa sig í ruglinu. Það er nákvæmlega ekkert að þessum búning,“ segir maður nokkur í hópnum. „Missum okkur ekki alveg í réttrúnaðinum, þetta er alveg komið gott!“ segir svo kona nokkur.

„Góð þumalputtaregla að hlusta á hópa sem við tilheyrum ekki“

Eins og áður segir þá tóku margir undir með nemunum og kom einn meðlimur hópsins til að mynda með tilmæli sem leikskóli sonar hans sendi í tilefni Öskudagsins sem sýnir hvernig tímarnir hafa breyst. „Þessi tilmæli komu í pósti frá leikskóla sonar míns og gerðu mig glaðan: Við viljum vekja athygli á því að þjóðerni, kynþáttur eða menning er ekki búningur.“

Kona nokkur benti þá á mikilvægi þess að hlusta á aðra. „Það er mjög góð þumalputtaregla að hlusta á hópa sem við tilheyrum ekki og virða vilja þeirra. Það er til nóg af grímubúningum. Það er enginn rétttrúnaður fólginn í því. Öll viljum við að komið sé fram við okkur af virðingu.“

„Þekkist seint af því að ætla sér að vera niðrandi“

Annar kennarinn á myndinni, sá sem var ekki klæddur sem arabi, svarar færslunni í athugasemd við hana. „Ég get nú ekki svarað fyrir vinkonu mína en lofa þó að þetta var ekki illa meint né átti þetta að vera særandi. Ég til dæmis var með Mexikó hatt og í ponsjó í fyrra og það var heldur ekki illa meint,“ segir kennarinn.

„Vinkona mín þekkist seint af því að ætla sér að vera niðrandi við nokkurn mann og stendur frekar vörð um þá sem tilheyra minnihlutahóp. Ég vona að fólk sem tilheyrir þessu skólaumbótaspjalli ætli sér ekki að taka okkur tvær af lífi með deilingu af mynd af mér í Mjallhvítarbúning og vinkonu minni í búning.“

Neminn svarar þá kennaranum og segir að það hafi aldrei verið ætlunin að „taka þær af lífi“. Ætlunin hafi verið að hvetja til umræðu. „Þetta er í raun miklu stærri umræða heldur en þessi eina mynd en mér fannst þessi myndbirting tilefni til að starta þessari umræðu. Ég hef einmitt sjálf klæðst mexíkanahatti fyrir löngu síðan, síðan þá hef ég fræðst meira og sé eftir því í dag, myndi aldrei velja slíkan búning í dag,“ segir neminn.

„Ég vona að þið skiljið hvað er átt við og hafið á bakvið eyrað í næsta búningavali (ekkert að því að vera Mjallhvít). Það er mín von að börn hafi fyrirmyndir sem leggja sig fram við að gera ekki lítið úr minnihlutahópum sem þau mögulega tilheyra, hvort sem það er með vilja gert eða ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ráðgjafi Trump segir að Zelenskyy verði að sætta sig við að Krímskagi sé tapaður

Ráðgjafi Trump segir að Zelenskyy verði að sætta sig við að Krímskagi sé tapaður
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Leigusali í Grindavík ofrukkaði leigjandann eftir hamfarirnar

Leigusali í Grindavík ofrukkaði leigjandann eftir hamfarirnar
Fréttir
Í gær

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt
Fréttir
Í gær

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“
Fréttir
Í gær

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir
Fréttir
Í gær

Fangi lést á Litla Hrauni í dag

Fangi lést á Litla Hrauni í dag