fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Morðið í Rauðagerði – Lögregla leitar að íslenskum karlmanni

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 15. febrúar 2021 19:05

Frá Rauðagerði. mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla leitar að íslenskum karlmenni í tengslum við rannsókn á manndrápinu í Rauðagerði sem átti sér stað í fyrrinótt. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar þar sem jafnframt kemur fram að lögregla á Íslandi eigi í samskiptum við Europol vegna málsins.

Tæplega fertugur karlmaður frá Litháen hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins.

Málið er talið tengjast uppgjöri í undirheimum í tengslum við skipulagða brotastarfsemi.

Hinn látni var frá Albaníu en bjó hér á landi með íslenskri eiginkonu sinni og ungu barni, en eiginkona hans er ólétt af öðru barni þeirra.

Morðið var sérstaklega hrottalegt þar sem beitt var skotvopni, að því er talið skammbyssu, og varð hinn látni fyrir fjölda skota.  Vopnið er enn ekki fundið.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir áhyggjuefni að aukning sé á tilkynningum um vopnaða einstaklinga og við því þurfi að bregðast. Vopnaburður lögreglu sé þó ekki í kortunum.

Áslaug segist merkja meiri hörku í undirheimum og það kalli eftir viðbrögðum yfirvalda.

„Já það virðist vera að eðli brotanna sé að breytast sem og fjöldinn og það er verið að liggja yfir þessu og greiningar ríkislögreglustjóra sýna að það þarf að bregðast við.“

Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við RÚV í kvöld að skipulögð glæpastarfsemi sé að verða ein alvarlegast ógn við samfélag og einstaklinga á Íslandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Baráttumaðurinn Unnar Karl Halldórsson fallinn frá

Baráttumaðurinn Unnar Karl Halldórsson fallinn frá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð