Heilbrigðisráðuneytið sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu þar sem kemur fram að hægt verði að bólusetja tæplega 190.000 einstaklinga hér á landi fyrir lok júní með bóluefnum Pfizer, AstraZenece og Moderna.
Ljóst er að með nýjum samningi Evrópusambandsins við Pfizer fær Ísland bóluefni fyrir 25.000-30.000 manns til viðbótar frá fyrri samningum, strax á öðrum ársfjórðungi. Gert er ráð fyrir að Ísland skrifi undir samning um þetta aukna magn fyrir lok þessarar viku.
Aukin framleiðslugeta AstraZeneca hefur einnig áhrif á hraða bólusetninga hér á landi. Rúmlega 280.000 manns verður boðin bólusetning hér á landi, þ.e. öllum sem eru 16 ára og eldri.