fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Maður í næsta húsi við morðvettvanginn ræðir við DV – Fólkið keypti húsið í fyrra

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 14. febrúar 2021 17:42

Mynd frá Rauðagerði: Valli. Mynd af kertum er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég og enginn hér urðum í raun vör við neitt nema aðgerðir lögreglu seint í gærkvöld,“ segir maður sem býr í næsta húsi við hliðina á húsinu þar sem maður fannst skotinn til bana í gærkvöld fyrir utan. Nágranninn segist enga skothvelli hafa heyrt.

„Við erum búin að fara yfir þetta með lögreglu í dag og við verðum í raun ekki vör við neinn aðdraganda að þessu.“

„Okkur er það hulin ráðgáta,“ segir maðurinnum um þá staðreynd að skotsár voru á hinum látna.

„Við þekkjum þetta fólk ekki neitt, þau flytja hingað í fyrra einhvern tíma. Kaupa þetta hús og gera það upp eða standa í framkvæmdum þarna, bæta við aukaíbúð á efri hæðinni. Að öðru leyti þekki ég ekki til.“

Þessi nágranni segir að par hafi búið á neðri hæðinni og „síðan eru  tvær íbúðir á efri hæðinni þar sem bjuggu par eða hjón með lítið barn, og síðan hjón eða par með unglingsstúlku á efri hæðinni.“

Aðspurður segir nágranninn að vissulega sé fjölskyldubragur á húsinu en bætir þó við: „En alls konar umgangur í  kringum skúrinn, menn að koma og fara og eitthvað svoleiðis.“ Segir maðurinn jafnframt að ekkert ónæði hafi þó verið að þessu. Þessi nágranni þekkir engan með nafni úr húsinu. Þekkir fólkið eingöngu í sjón.

„Þetta er ekki gaman svona í næsta nágrenni við mann,“ segir maðurinn um þennan voðaatburð og er vissulega sleginn.

DV hafði samband við konu sem skráð er til heimilis í húsinu og er talin tengjast hinum látna. Hún vildi ekki tjá sig um málið. Sú kona er íslensk.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins og Vísis var hinn látni frá Albaníu. Hann var á milli þrítugs og fertugs. Maðurinn sem er í haldi lögreglu, grunaður um aðild að málinu er einnig á fertugsaldri. Hann er líka erlendur.

 

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Pólitískir fangar unnu fyrir IKEA og nú hefur fyrirtækið ákveðið að greiða bætur

Pólitískir fangar unnu fyrir IKEA og nú hefur fyrirtækið ákveðið að greiða bætur
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Umfangsmikil lögregluaðgerð í Sólheimum – Kona í miklu ójafnvægi með barn og hníf í hendi

Umfangsmikil lögregluaðgerð í Sólheimum – Kona í miklu ójafnvægi með barn og hníf í hendi
Fréttir
Í gær

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Í gær

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu