fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Vatnstjónið í HÍ nemur rúmlega einum milljarði

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. febrúar 2021 08:00

Hér sést hversu mikið flæddi inn í byggingarnar. Mynd: Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega varð mikið vatnstjón í nokkrum byggingum Háskóla Íslands eftir að kaldavatnslögn sprakk með þeim afleiðingum að mikið magn vatns streymdi út úr henni og inn í byggingarnar. Tjónið er mikið en of snemmt er að meta það til fulls segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskólans.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Segist blaðið hafa heimildir fyrir að sérfræðingar hafi áætlað að tjónið sé á annan milljarð króna, er þá meðal annars horft til mikill skemmda á raflögnum og húsbúnaði.

Blaðið hefur eftir Jóni Atla að mjög háar fjárhæðir hafi verið nefndar en hann geti ekki staðfest þær þar sem enn eigi eftir að fullmeta tjónið. Til samanburðar bendir Morgunblaðið á að 2019 hafi Happdrætti Háskólans greitt 1.180 milljónir til skólans.

Gimli er mjög illa farið, þar skemmdust gólf og veggir og eru gifsveggir til dæmis ónýtir. Einnig skemmdust tæki og húsgögn. Útlit er fyrir að þar geti kennsla hafist í haust að sögn Jóns Atla. Fyrsta hæðin skemmdist mjög mikið en þar voru meðal annars stjórnsýsluskrifstofur en þar eyðilagðist loftræstibúnaður því mikið vatn safnaðist þar saman.

Jón Atli sagðist binda vonir við að tjónið verði bætt að fullu af þeim sem voru að því valdir. „Ég myndi telja það eðlilegt og sanngjarnt að þeir aðilar sem bera ábyrgð á tjóninu standi við sínar skuldbindingar. Við vonumst til að það gangi eftir og að það falli ekki kostnaður á ríkið. Ríkisstofnanir eru ekki tryggðar en ríkið hefur leiðir til að bregðast við þegar svona áföll skella á. Það er of snemmt að spá um hvernig gengið verður frá því,“ hefur Morgunblaðið eftir honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslendingur fannst látinn á Spáni

Íslendingur fannst látinn á Spáni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum