fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Hart tekist á um notkun Jóns á bréfsefni sendiráðsins – Útskýringar Jóns hafðar að háði – „Þessu trúir ekki nokkur maður“

Heimir Hannesson
Föstudaginn 12. febrúar 2021 19:00

samsett mynd Sigtryggur Ari/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt af stóru umfjöllunarefnunum í réttarhöldunum í dag í máli Jóns Baldvins gegn Aldísi Schram, dóttur sinni, Sigmari Guðmundssyni og RUV var meint aðkoma Jóns að nauðungarvistunum Aldísar, en í dag fór fram seinni hluti í aðalmeðferð málsins.

Fyrr í vikunni fór fyrri hluti aðalmeðferðarinnar fram og fór allur dagurinn í vitnaleiðslur. DV sagði ítarlega frá þeim.

Sjá nánar: Fjölskylduuppgjör í réttarsal – Hrollvekjandi lýsingar Aldísar í vitnastúku

Aldís hélt því fram í viðtalinu fræga á Rás 2 í janúar árið 2019 að Jón Baldvin hefði notfært sér stöðu sína sem sendiherra, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins, og látið leggja Aldísi inn á geðdeild þvert á hennar vilja í lengri tíma vegna meintra geðrænna vandamála hennar. Komu þær nauðungarvistanir, samkvæmt Aldísi, undantekningarlaust í kjölfar ásakana hennar um að Jón hefði beitt sig eða aðrar konur kynferðislegu ofbeldi. Fyrst var Aldís lögð inn árið 1992. Síðast árið 2002.

Árið 2002 var Jón Baldvin sendiherra Íslands í Washington D.C.

Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Aldísar, vék máli sínu í dag meðal annars að „eldhúsréttarhöldunum“ svokölluðu. Vísar hann þar til þess þegar Aldís hafði farið með dóttur sinni til Washington D.C. í heimsókn til foreldra sinna, en Jón Baldvin var þá sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Í eldhúsi sendiherrabústaðsins sagði Aldís sig hafa loks „brostið“ og sagt móður sinni frá ásökununum. Jón var þá á skrifstofunni, en var kallaður heim í sendiherrabústað. Aldís og Jón töluðu saman á efri hæð sendiherrabústaðsins áður en Aldís og dóttir hennar flugu heim til Íslands. Þessa atburði kallaði Jón Baldvin „eldhúsréttarhöldin“ í vitnisburði sínum á miðvikudaginn síðastliðinn.

Þetta var á föstudaginn langa árið 2002.

Lögreglan „strax“ kölluð til

Fljótlega eftir að Aldís kom til landsins sótti lögreglan hana á heimili sitt og flutti á geðdeild þar sem hún var nauðungarvistuð. Lýsti Aldís því í skýrslu sinni hvernig barn hennar hafi verið rifið úr faðmi sér grátandi. Í lögregluskýrslu um málið stendur að umrætt atvik hafi verið skráð sem „aðstoð við erlent sendiráð.“ Þá kom fram í máli Aldísar á miðvikudaginn að í læknaskýrslu geðlækna á geðdeild Landspítalans segir að veikindin hefðu hafist einmitt á föstudaginn langa. Spurði Aldís hvernig „einhver læknir“ á Landspítalanum gæti vitað það að þau hefðu einmitt hafist þennan sama dag og hún bar fram ásakanir á hendur Jóni Baldvini.

„Það er ekki deilt um það að strax eftir að [Aldís] fór heim hafi hún sætt nauðungarvistun. Beiðnin um það kom á bréfsefni sendiráðs Íslands í Bandaríkjunum,“ sagði lögmaður Aldísar. „Þarna átti eftir að koma í ljós hvað [Aldís] var að herma upp á [Jón Baldvin].“

Síðar í málflutningi sínum vakti Gunnar svo athygli á því að framkvæmd nauðungarvistana færi yfirleitt þannig fram að lögregla færir einstakling á geðdeild sem hefur 48 klukkustundir til þess að afla samþykkir fyrir áframhaldandi nauðungarvistun, telji læknar það nauðsynlegt. Hins vegar hefði „aðstoð við erlent sendiráð“ verið skráð strax í fyrstu lögregluskýrslu um málið. Það væri sönnun þess, sagði Gunnar, að aðkoma Jóns að vistun Aldísar hefði hafist áður en farið var með Aldísi upp á geðdeild. Skýringar Jóns um að hann hefði einfaldlega samþykkt beiðnir geðlækna um að nauðungarvista Aldísi á geðdeild, gætu því ekki staðist.

„Þarna er greinilega sendiráð Íslands komið í spilið bara strax við handtökuna,“ sagði Gunnar í héraðsdómi í dag. Hann sagði jafnframt að Jón Baldvin væri þarna að saka lögregluna um að finna það upp hjá sjálfri sér að skrá þessa aðgerð á „eitthvað sendiráð.“ „Það er sama með þetta eins og allar aðrar skýringar sem [Jón Baldvin] gefur á öllu því sem borið hefur verið upp: Þessu trúir ekki nokkur maður.“

Bréf Jóns til lögreglu skrifað á bréfsefni sendiráðsins

Jón Baldvin var spurður um það af lögmanni er hann bar vitni í málinu á miðvikudaginn síðastliðinn hvers vegna hann hefði notað bréfsefni sendiráðsins er hann óskaði eftir afskiptum af dóttur sinni. Bar Jón Baldvin því við að það hefði ekki verið neitt annað til taks en þetta. Lögmaður Aldísar gaf lítið fyrir þær skýringar Jóns. „Það liggur fyrir að [Jón Baldvin] hefði notað titil sinn og bréfsefni sendiráðsins svo að beiðnir hans sættu ekki mikilli gagnrýni. Það er eina vitræna skýringin á þessu.“ Spurði lögmaðurinn þá hvort starfsfólk sendiráðsins prentuðu út fjölskyldumyndir í prenturum sendiráðsins á bréfsefni merktu sendiráðinu og uppskar hlátur úr sal. Í vitnastúku bar Jón því við að hann hefði bara verið auðmjúkur þjónn íslenska ríkisins og að sendiherrar hefðu ekkert vald yfir íslenskri lögreglu. „Nú kann að vera tæknilegt atriði hvort að sendiherra sé auðmjúkur þjónn,“ sagði Gunnar í dag, „það skiptir engu máli. Menn bera virðingu fyrir sendiherrastöðunni sjálfri.“ Sagði hann skýringar Jóns útúrsnúninga.

Símbréf Jóns Baldvins á bréfsefni sendiráðs Íslands í Washingtonborg.

Samkvæmt lögum mátti ekki halda Aldísi á geðdeild lengur en 14 daga án þess að bera vistun hennar undir dómstóla. Engin gögn eru til hjá dómstólum Íslands um að nauðungarvistun Aldísar hafi verið borin undir þá.

Málflutningur lögmanna er nú lokið og var málið dómtekið klukkan 17:00 í dag. Er dóms að vænta eftir að hámarki fjórar vikur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ráðgjafi Trump segir að Zelenskyy verði að sætta sig við að Krímskagi sé tapaður

Ráðgjafi Trump segir að Zelenskyy verði að sætta sig við að Krímskagi sé tapaður
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé
Fréttir
Í gær

Leigusali í Grindavík ofrukkaði leigjandann eftir hamfarirnar

Leigusali í Grindavík ofrukkaði leigjandann eftir hamfarirnar
Fréttir
Í gær

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt
Fréttir
Í gær

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“
Fréttir
Í gær

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir
Fréttir
Í gær

Fangi lést á Litla Hrauni í dag

Fangi lést á Litla Hrauni í dag