fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Kolfinna Baldvins hafði samband við vitni kvöldið fyrir réttarhöldin

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 11. febrúar 2021 10:41

Jón Baldvin Hannibalsson og Kolbrún Baldvinsdóttir mæta í Héraðsdóm Reykjavíkur. mynd/samett Sigtryggur Ari/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolfinna Baldvinsdóttir hafði samband við að minnsta kosti tvö vitni seint um kvöld í fyrradag, kvöldið fyrir réttarhöldin í meiðyrðamáli föður síns, Jóns Baldvins Hannibalssonar gegn dóttur sinni og systir Kolfinnu, Aldísi Schram ásamt Sigmari Guðmundssyni og RUV. Snýst málið um orð sem Aldís lét falla í útvarpsþætti sem Sigmar stýrði með Helga Seljan kollega sínum og birtist á Rás 2.

DV sagði ítarlega frá réttarhöldunum í gær. Báru þar vitni Jón Baldvin, eiginkona Jóns, Bryndís Schram, tvær dætur Jóns, Aldís og Kolfinna, auk Margrétar Schram og dóttur hennar, Hildigunni Hauksdóttur.

Sjá nánar: Rafmögnuð spenna í dómsal er Jón Baldvin mætir dóttur sinni – „Ég var varnarlaus, orðlaus, ég trúði varla mínum eigin eyrum.“

Réttarhöldin stóðu frá 9:15 í gærmorgun til um klukkan 17:00 síðdegis og fór mestur tími í að ræða sannleiksgildi ætluð kynferðisbrot Jóns Baldvins gegn Aldísi og á fjórða tug annarra kvenna sem stigið hafa fram á undangengnum árum. Flest þeirra komu upp í tengslum við #metoo byltinguna svokölluðu.

Áframhald verður á aðalmeðferð málsins á föstudag, þar sem lögmenn beggja hliða flytja mál sitt.

Sjá nánar: Fjölskylduuppgjör í réttarsal – Hrollvekjandi lýsingar Aldísar í vitnastúku

Mikla spennu mátti greina í réttarsalnum sem hófst um leið og Jón Baldvin og dóttir hans, Kolfinna gengu inn í réttarsal. Á neðangreindu myndbandi sem DV birti fyrst í gær má heyra Kolfinnu kalla á einstakling sem hún mætti í anddyri Héraðsdóms Reykjavíkur, „Ég veit ekki hvað í andskotanum þú ert að gera hérna.“ Stemningin eftir það var eftir því.

Eftir aðeins örfáar mínútur í vitnastúku hafði Kolfinna lýst systur sinni, Aldísi Schram, sem „djöfli í mannsmynd.“ Aldís greip síðar í vitnisburði Kolfinnu orðið af vitninu og spurði dómara hvort hann ætlaði að leyfa henni að ljúga svona að dómnum. Dómari varð að biðja Aldísi um að hafa sig hæga og gefa vitninu frið til þess að svara spurningum lögmannanna.

Þá vakti athygli að lögmaður Aldísar krafðist þess að bæði Kolfinna og Bryndís Schram staðfestu framburð sinn með eiði eða drengskaparheit. Bæði Kolfinna og Bryndís urðu við því og staðfestu framburð sinn. Voru þær báðar þá spurðar af dómara hvort þær trúðu á guð. „Nei,“ svöruðu þær báðar.

Að loknum vitnisburði Kolfinnu stóð Kolfinna upp og staðnæmdist við hlið föður hennar í réttarsalnum. Þar tíndi hún saman dót sitt og spurði hvort hún mætti nú fá sér sæti, en fyrr um daginn hafði henni verið vikið úr áhorfendasæti réttarsals þar sem hún átti að bera vitni síðar um daginn. Á sama tíma spurði Aldís hvort hún mætti teygja úr sér og víkja úr réttarsal um stundarsakir. Örstutt hlé var þarna gert á vitnaleiðslum á meðan næsta vitni, Margrét Schram, var leidd inn. Tóku þær systurnar þá báðar stefnu á dyr réttarsalsins og ekki vildi svo betur til en að þær rákust saman við hurðina af talsverðu afli. Kolfinna féll til og greip í hurðina til að halda jafnvægi. „Þú ert svo viðbjóðsleg,“ kallaði þá Aldís á Kolfinnu systur sína sem stóð enn inni í réttarsalnum. „Á ég að segja þér hvað þú ert,“ svaraði Kolfinna.

Sjá nánar: Aldís gekk á Kolfinnu í réttarsal – „Þú ert svo viðbjóðsleg“

Í vitnisburði sem fylgdi, bæði Margrétar Schram sem og dóttur hennar, Hildigunnar Hauksdóttur, kom fram að Kolfinna hefði haft samband við sig kvöldið fyrir réttarhöldin. Sagðist Hildigunnur hafa fengið skilaboðin „Sjáumst á morgun,“ frá frænku sinni send til sín að kvöldi til. Þá spurði Kolfinna Hildigunni: „Kemur kærastinn með.“ Hildigunnur sagðist hafa upplifa skilaboð Kolfinnu sem ógn. Mannlíf sagði svo frá því í morgun að Margrét hefði birt færslu á Facebook í gær með ljósmynd af tölvuskjá sínum þar sem sjá má skilaboð Kolfinnu systurdóttur sinnar:

„Sæl Margrét – við hittumst á morgun“
„Ég veit ekki alveg að hverju þú leitar.“
„öðru en að næra þitt hatur.“

Með myndinni skrifar Margrét í færslu sinni: „Svona gerir maður ekki!“

Kolfinna sjálf viðurkenndi í sínum vitnisburði að hafa sent þeim skilaboðin og spurt „hvað gengi að þeim.“

Í almennum hegningarlögum er allt að sex ára fangelsi lagt við því að hóta vitnum vegna skýrslugjafar hjá lögreglu eða fyrir dómi. Ekki er vitað hvort til standi að kæra skeytasendingar Kolfinnu.

mynd/Facebook

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Baráttumaðurinn Unnar Karl Halldórsson fallinn frá

Baráttumaðurinn Unnar Karl Halldórsson fallinn frá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð