fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Háskóli Íslands vill kaupa Hótel Sögu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. febrúar 2021 07:59

Hótel Saga

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Háskóli Íslands hefur til skoðunar að kaupa Bændahöllina þar sem Hótel Saga er til húsa. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir að horft sé til þess að flytja menntasvið skólans í húsnæði Hótels Sögu. Það sé ódýrara en að byggja nýtt hús. Bændasamtökin eiga Bændahöllina.

Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að viðræður standi nú yfir á milli HÍ og menntamálaráðuneytisins um kaupin. Haft er eftir Jóni Atla að hann horfi til þess að menntasvið skólans verði flutt úr Skaftahlíð í húsnæði Hótels Sögu. Stefnt hafi verið að flutningi menntasviðs síðan HÍ sameinaðist Kennaraháskólanum 2008.

Aðspurður sagði Jón Atli að ódýrara væri að kaupa Hótel Sögu, að ákveðnum forsendum gefnum, en að byggja nýtt húsnæði. Húsnæðið þarfnist einhverra endurbóta til að aðlaga það að skólastarfi.

HÍ er með mikla starfsemi í nágrenni við Hótel Sögu og má þar nefna að fyrirlestrar fara fram í Háskólabíói, sem er nánast við hlið hótelsins. Skammt er í Þjóðarbókhlöðuna og við hlið hennar er verið að byggja Hús íslenskunnar.

Það er Bændahöllin, félag í eigu Bændasamtaka Íslands, sem á húsið. Hótel Saga, félag í eigu samtakanna, sá um rekstur hótelsins. Bæði félögin eru í greiðsluskjóli til 7. apríl.

Markaðurinn segist hafa heimildir fyrir að hátt í 20 aðilar, innlendir sem erlendir, hafi sýnt áhuga á húsnæðinu.

Morgunblaðið hefur eftir Gunnari Þorgeirssyni, formanni Bændasamtaka Íslands, ekkert sé fast í hendi en félagið sé með mörg járn í eldinum. Samtökin eru að sögn Morgunblaðsins í viðræðum við allmarga fjárfesta, innlenda og erlenda, um kaup á Hótel Sögu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fluttur á bráðamóttöku eftir líkamsárás

Fluttur á bráðamóttöku eftir líkamsárás
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Ég hélt að ég myndi ekki sjá hann aftur á lífi“

„Ég hélt að ég myndi ekki sjá hann aftur á lífi“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ágreiningur í VG um aðild Íslands að NATO: Svandís vill út en Finnur segir það ekki tímabært

Ágreiningur í VG um aðild Íslands að NATO: Svandís vill út en Finnur segir það ekki tímabært
Fréttir
Í gær

Kona á Vesturlandi óttaðist um líf sitt þegar eiginmaðurinn beindi að henni haglabyssu – „Ég kvaddi börnin mín í huganum“

Kona á Vesturlandi óttaðist um líf sitt þegar eiginmaðurinn beindi að henni haglabyssu – „Ég kvaddi börnin mín í huganum“
Fréttir
Í gær

Pólitískir fangar unnu fyrir IKEA og nú hefur fyrirtækið ákveðið að greiða bætur

Pólitískir fangar unnu fyrir IKEA og nú hefur fyrirtækið ákveðið að greiða bætur
Fréttir
Í gær

Umfangsmikil lögregluaðgerð í Sólheimum – Kona í miklu ójafnvægi með barn og hníf í hendi

Umfangsmikil lögregluaðgerð í Sólheimum – Kona í miklu ójafnvægi með barn og hníf í hendi
Fréttir
Í gær

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Í gær

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum