fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Fjölskylduuppgjör í réttarsal – Hrollvekjandi lýsingar Aldísar í vitnastúku

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 10. febrúar 2021 14:43

Jón Baldvin, Kolfinna Baldvins og fleiri ræða hér málin fyrir utan dómsal í héraðsdómi í da. mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aldís Schram tók í morgun sæti í vitnastúku dómsals Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem mál föður hennar, Jóns Baldvins Hannibalssonar gegn henni vegna ummæla í útvarpsþætti á Rás 2 í janúar 2019 fer nú fram. Jón Baldvin stefndi Aldísi ásamt Sigmari Guðmundssyni og RÚV vegna ummæla sem komu fram í útvarpsþættinum. Hélt hún því þar fram að Jón Baldvin hefði misnotað sig kynferðislega, áreitt sig og vinkonur sínar og misnotað vald sitt sem sendiherra og fyrrverandi utanríkisráðherra með því að láta nauðungarvista sig á geðdeild.

Fyrr um morguninn bar Jón Baldvin sjálfur vitni.

Sjá nánar: Rafmögnuð spenna í dómsal er Jón Baldvin mætir dóttur sinni – „Ég var varnarlaus, orðlaus, ég trúði varla mínum eigin eyrum.“

Kom fram í máli Aldísar að hún neiti að kalla Jón Baldvin og Bryndísi Schram, eiginkonu hans, föður sinn og móður. Lýsti hún því að hún hefði að mestu alist upp hjá ömmu sinni og afa, og að foreldrar sínar hefðu lítið haft við hana samband. „Það var fyrst eftir að ég lýsti kynferðisofbeldinu gegn mér sem þau létu mig ekki í friði,“ sagði Aldís.

Aldís sagði Jón Baldvin hafi borið málið á torg með skrifum sínum um sig og orð hans um að málið væri fjölskylduharmleikur sem ætti ekki heima í fjölmiðlum væru ekki marktæk. Vísaði Aldís þar til orða Jóns sem féllu fyrr í dag í héraðsdómi.

Margar ásakanirnar sem Aldís ræddi um í viðtalinu við Rás 2 komu fram á Facebook síðunni „#metoo Jón Baldvin,“ sem sett var upp í þeim tilgangi einum að þolendur meints kynferðisofbeldis Jóns Baldvins gætu tjáð sig, meðal annars undir nafnleynd. Aldís sagði Jón hafa sakað sig um að hafa verið forsprakka síðunnar. Aldís sagði það alrangt. „Guðrún Harðardóttir var sannarlega og hefur staðfest það með tölvupóstum, forsvarsmaður síðunnar“, og taldi Aldís upp sjö konur sem komið hafa fram undir nafni og sakað Jón um kynferðisbrot gegn sér.

Hluti ásakana Aldísar sneri að því að Jón Baldvin hafi í krafti stöðu sinnar látið leggja Aldísi inn á geðdeild gegn hennar vilja. Aldís sagði í vitnastúku að það hafi Jón gert með samþykki Bryndísar og í kjölfar þess að hún steig fram og kærði Jón Baldvin hefði hún óttast að hann myndi leika sama leik: „Ég var logandi hrædd um að vera handtekin í kjölfar kærunnar og þess vegna þáði ég nauðbeygð viðtal við DV.“ Vísar Aldís þar til viðtals sem birtist í DV við hana skömmu eftir að hún lagði fram fyrstu kærurnar gegn Jóni.

Í kjölfarið sagðist Aldís „aftur og aftur“ hafa þurft að hlusta á föður sinn þverneita ásökununum. „Þessar ásakanir áttu að eiga rót að rekja til geðrænna vandamála minna,“ sagði Aldís. „Þar á meðal að halda því fram að ég sé haldin einhverjum geðrænum vandamálum núna.“

Jón Baldvin hafi gert fleiri tilraunir

Í máli Aldísar kom jafnframt fram að hún vissi til þess að Jón Baldvin hefði gert fleiri tilraunir til þess að fá hana nauðungarvistaða. „Já já já já,“ svaraði Aldís spurningu lögmannsins, „eigum við að ræða það?“ „Þegar ég kæri, og gögn hér færa sönnur á það, þá fer ég á fund lögreglustjórans þáverandi, Stefáns Eiríkssonar, lýsi ég því yfir, í viðurvist votta Harðar Jóhannessonar aðstoðarlögreglustjóra, Margrétar Schram og Arnar Stefáns lögfræðings, að ég hyggist sækja Jón Baldvin til saka. Það var sjötta september. Þann 27. september hringir Bryndís í vinkonu sína Halldóru Ólafsdóttur, yfirgeðlækni á Landspítalanum, þar sem hún orðrétt lýsir yfir meintum áhyggjum.“ Aldís sagðist hafa síðast hitt Halldóru árið 2008 og tvisvar síðan þá í margmenni. „Þetta hafði Bryndís líka gert árið 2002 með góðum árangri. Að lýsa yfir meintum áhyggjum af heilsu minni,“ sagði Aldís og vísaði til orða sinna um að þá hafi Bryndísi og Jóni tekist að láta loka hana inni á geðdeild eftir að hún sakaði Jón Baldvin um kynferðisbrot. „En það tókst ekki hjá henni þá, að loka mig þarna inni.“

Aldís segir að hún hafi þá árið 2013 séð við hjónunum og haft samband við Pál Matthíasson og fengið hann til þess að skrá það í bækur Landspítalans að sökum trúnaðarbrests innan fjölskyldunnar yrði að krefjast samþykkis heimilislæknis ef það ætti að „loka hana inni.“ „Bryndís veit af því, ég veit ekki hvernig hún vissi það, né hvernig hún vissi hvað þáverandi heimilislæknir minn heitir, en hann tjáði mér það að þann 1. október hafi Bryndís hringt í heimilislækni minn til að klaga mína meintu geðveiki. Heimilislæknir minn skellti á hana.“ Aldís sagði að það hafi orðið til þess að hún hafi komist í skýrslutökuna 8. október 2013.

„Hreint helvíti“

„Mig grunaði að svona myndi fara, ég er farin að þekkja aðfarir hjónanna, og þess vegna fór ég í viðtalið. Til þess að tryggja stöðu mína. Ég kom dóttur minni fyrir hjá góðu fólki, flúði sjálf heim til vinkonu minnar og fékk mér neyðarhnapp,“ sagði Aldís.

Mikið var rætt um nauðungarvistanir Aldísar, sem hún lýsti sem „hreinu helvíti.“ Sagði Aldís að þær væru ólögmætar og bar því fyrir sig að hún hafi verið látin sæta þeim nauðungarvistunum án dóms og laga. Sagði Aldís að í þágildandi lögræðislögum hafi þurft að bera nauðungarvistun fyrst undir ráðuneyti og svo undir dóm. Engin skjöl eru, samkvæmt Aldísi, til um þær aðfarir gegn henni í dag.

„Ég sætti vistun að ósekju, án þess að fyrir því lægi lögmæt heimild,“ sagði Aldís fyrir dómi. „Það sannast af framlögðum gögnum úr innanríkisráðuneytinu frá árinu 1992. Engin gögn eru þar að finna um að þetta hafi verið borið undir ráðuneytið og dóm, að því er kom fram í máli Aldísar.

Þegar hér var við sögu komið var Aldísi talsvert mikið niðri fyrir. Er Aldís lýsti fyrstu nauðungarvist sinni snéri hún sér að Jóni og beindi orðun sínum að honum: „Talandi um það Jón Baldvin, við erum búin að eiga hérna bréfaskriftir,“ sagði Aldís við Jón Baldvin, áður en dómarinn greip orðið og sagði Aldísi að beina orðum sínum að dómnum en ekki að einstaka aðilum. „Afsakaðu það dómari. Ég myndi gjarnan fá að tala í einvígi við þennan mann sem þarna situr.“

„Lögreglan og Kolfinna urðu frá að hverfa“

Aldís lýsti því þá að mikill aðstöðumunur væri á sér og Jóni. „Annars vegar var hæstvirtur utanríkisráðherra og svo hin meinta geðveika dóttir,“ útskýrði Aldís. Aldís sagðist hafa verið greind geðveik eftir „korters rifrildi“ með maníu og ítrekað alvarlegt þunglyndi. „Hvernig getur læknir gefið sér að ég sé með „ítrekað“ alvarlegt þunglyndi ef við höfum ekki sést fyrr.“

Í því ljósi lýsti Aldís því að þegar lögregla „réðst inn“ á heimili hennar og barnsins hennar, þegar barnið hennar var tveggja ára. „Þá kvaddi ég Einar Gaut Steingrímsson á vettvang, og þakka ég honum það að lögreglan og Kolfinna urðu frá að hverfa. Það kemur svo í ljós að samkvæmt gögnum lögreglu er þessi aðför kölluð „aðstoð við erlent sendiráð.“ Í lögregluskýrslu, sagði Aldís, kemur fram að Aldís hafi verið í góðu jafnvægi og barnið vel haldið.

Aldís lýsti því þá hversu mjög málið hefur tekið á hana. Nefndi hún þó sérstaklega viðtal Jóns Baldvins í Silfur Egils. Sagði hún Jón Baldvin hafi þar logið 30 sinnum á 30 mínútum og því náð að ljúga einu sinni á mínútu allt viðtalið.

„Flashback“ af Miklubrautinni og munnlegt einvígi í sendiherrabústaðnum

Aðspurð út í ummæli hennar um að Jón Baldvin hafi líka verið að misnota lítil börn sagði Aldís að hún hafi árið 2002 vaknað við Jón Baldvin á rúmstokki sínum. Hafi sú upplifun kallað fram endurminningu sem hún hafði ekki áður, frá því hún var fimm ára á Miklubraut.

Þetta hafi gerst í heimsókn Aldísar til Jóns Baldvins og Bryndísar til Washington D.C., þar sem Jón var sendiherra árið 2002. Aldís lýsti því að Bryndís hefði þá síðar stungið upp á því að þær mæðgur færu á balletsýningu. Aldís hafi þá sagt við Bryndísi að hún gæti ekki skilið börnin eftir í umsjón „karls sem káfar á litlum börnum.“ „Við töluðum saman í kjölfarið og þarna er ég búin að segja móður minni frá því að ég viti af kynferðisafbrotum Jóns Baldvins. Ég bara spring þarna og bunaði þessu út úr mér og frú Bryndís brást við grátandi. Þetta var einn af eftirminnilegustu dögum lífs míns,“ sagði Aldís.

„Ég heimtaði að hringt sé í Jón Baldvin. Hann kemur og þær láta sig hverfa, Bryndís og systir mín. Við förum upp á efri hæð í sendiherrabústaðnum þar sem við áttum munnlegt einvígi þar sem hann sór fyrir þær sakir eða bar því við að hann hefði verið fullur. Þetta var föstudagurinn langi og ég gat ekki pantað miða til Íslands. Skrifstofur flugfélaganna voru lokaðar,“ lýsti Aldís.

„Þetta er það sem gerðist. Svo förum við heim og dóttir mín er þá sex ára gömul. Ég vakna svo við það að mér sé sagt að Jón Baldvin hefði kært mig til geðdeildar og félagsþjónustunnar. En það var Jón Baldvin sem gerði það,“ segir hún. Samkvæmt sjúkragögnum, segir Aldís, höfðu foreldrar hennar þá samband við Halldóru Ólafsdóttur, yfirlækni á geðdeild, og lýstu yfir áhyggjum af veikindum hennar. Er veikindum hennar í því símtali lýst þannig að þau hefðu hafist akkúrat sama dag og uppgjörið í eldhúsinu fór fram. „Það er náttúrulega augljóst herra virðulegur dómari, það er ekki geðlæknir og spítali sem hugsar með sér strax, „best að nauðungarvista Aldísi.“ Hann þarf að fá einhverjar upplýsingar. Atburðarásin er einmitt þannig að það er fyrst Jón Baldvin eða Bryndís sem hefur samband. Ég vissi þá ekki hverslags foreldra ég ætti, ég vissi ekki að þau væru að bera í mig gegndarlausa geðveiki,“ sagði Aldís.

„Föst í hryllingsmynd“

Aðspurð hvaða áhrif þetta mál hefur haft á Aldísi, svaraði hún: „Mér líður eins og ég sé föst í hryllingsmynd. Þetta er martröð.“ Þrennt, sagði Aldís, var erfiðast. „Fyrst var helvíti á jörðu að vera þarna upp á geðdeild. Fyrirlitningin og ókurteisin var hræðileg. Þá var það lögregluinnrásin árið 1998. Hurðinni var þá hrundið upp. Þú ert ein heima með barnið. Svo árið 2002 þegar barnið er tekið grátandi úr faðmi mér, barnið hélt að ég væri í fangelsi. Að vita að þú átt þér ekki möguleika,“ lýsti Aldís.

Árið 2017 verða straumhvörf, sagði Aldís. Vísar hún þar til #metoo byltingarinnar svokölluðu. „Í ofanálag að hafa liðið kynferðisbrot og ólögmæt nauðungarvistanir, þá þarf ég svo að láta núa mér upp úr þeim nauðungarvistunum með níðgreinum gegndarlausum til þess að sverta æru mína í því skyni að hreinsa sína,“ sagði Aldís.

„Það er möguleiki á því að Jón Baldvin sé að segja satt. En það er líka möguleiki á því að við 36 konur sem hafa stigið fram að séum að segja satt,“ sagði hún jafnframt í vitnastúku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin
Fréttir
Í gær

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings
Fréttir
Í gær

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Foreldrafélag M.R. lýsir yfir þungum áhyggjum af kennaraverkfallinu

Foreldrafélag M.R. lýsir yfir þungum áhyggjum af kennaraverkfallinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir