Á áramótum er venjan að velja manneskju ársins og það hefur verið gerst á helstu fjölmiðlum. DV greindi frá því í morgun að Guðmundur Felix Grétarsson, handhafi með meiru, væri manneskja ársins samkvæmt vali lesenda.
Þá greindi Vísir frá því að lesendur Vísis og hlustendur Bylgjunnar hefðu sömuleiðis valið Guðmund Felix manneskju ársins. Það sem meira var að þau sem lentu í öðru og þriðja sæti voru þau sömu hjá DV, Vísi og Bylgjunni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var í öðru sæti en Rúna Sif Rafnsdóttir, sem bjargaði lífi ungs drengs í sumar með því að gefa honum hluta af lifur sinni, var í því þriðja.
RUV hefur sömuleiðis tilkynnt um val á manneskju ársins. Þórólfur Guðnason var í fyrsta sæti
„Ég þakka fyrir þetta kærlega en vil kannski taka það fram að mér finnst ég vera að taka við þessu fyrir hönd alls þess frábæra fólks sem hefur unnið í þessu,“ sagði Þórólfur í þættinum Á síðustu stundu á Rás 2.
Í öðru sæti var Haraldur Þorleifsson sem hefur unnið að því að Rampa upp Reykjavík, og Guðmundur Felix í því þriðja.