Sigríður Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, skýtur föstum skotum á stjórnvöld í Twitterfærslu í dag.
Sigríður hefur frá upphafi verið einn harðasti gagnrýnandi þeirrar aðferðafræði sem notast er við í baráttunni gegn COVID hér á landi.
Hún birtir á Twitter línurit yfir fjölda nýgreindra smita þar sem sést greinilega að línan er nánast beint upp á við. Með þessu skrifar hún; „Jæja. Stjórnvöldum tókst það. Að fletja kúrfuna. Við Y-ásinn.“
Sem kunnugt er hefur það lengi verið slagorð yfirvalda hér á landi að fletja kúrfuna en þar var átt við að fletja hana á allt annan hátt, við x-ásinn á slíku línuriti.
Nokkrir hafa endurbirt tístið hennar, þeirra á meðal Skafti Harðarsson sem er mikill frjálshyggjusinni líkt og Sigríður.
Hún deildi línuritinu síðan líka á Facebook þar sem ýmsir hafa skrifað athugasemdir á borð við „Loksins kom alvöru veldisvöxtur“ , „Þetta er flott með þessum árangri verður þetta gengið yfir eftir mánuð“ og „Willum vöxturinn.“
Jæja. Stjórnvöldum tókst það. Að fletja kúrfuna. Við Y-ásinn. pic.twitter.com/C7AhEgtMvu
— Sigríður Á. Andersen (@siggaandersen) December 31, 2021