fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

Rögnvaldur rifjar upp björgunarstörfin í Súðavík – ,,Mér leið eins og við værum korktappi í helvíti skoppandi þarna á öldunum“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 31. desember 2021 19:04

Rögnvaldur Ólafsson. Mynd/Almannavarnir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í hlaðvarpsþáttaseríunni Fjallið það öskrar er farið yfir atburðarrásina sem átti sér stað er snjóflóð féll á byggðina í Súðavík þann 16. janúar árið 1996 með þeim afleiðingum að fjórtán einstaklingar létu lífið, fullorðnir og börn. Um þrjá þætti er að ræða eru þeir byggðir í kringum frásagnir fólks sem upplifði náttúruhamfarirnar með einum eða öðrum hætti.

Meðal þeirra sem segir sögu sína í þáttunum er Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra sem var á þessum tíma lögregluþjónn hjá lögreglunni á Ísafirði. Rögnvaldur var einn af þeim sem fór til Súðavíkur og vann við björgunar- og önnur störf á vettvangi.

Fyrsta sinn óskað eftir sjálfboðaliðum síðan í Vestmannaeyjagosinu

Þegar tilkynning um að snjóflóð hafði fallið á byggðina í Súðavík barst, hafði vonskuveður geysað á svæðinu. Landleiðin til Súðavíkur var ófær og því var tekið á það ráð að ferja björgunarlið frá Ísafirði til Súðavíkur með skipum.

Fagranesið, bílaferja sem var notuð í daglegum áætlunarferðum um Ísafjarðardjúp var notuð til þess að ferja fyrsta björgunarliðið frá Ísafirði og nokkrum klukkustundum eftir útkall hafði hjálp borist Súðvíkingum.

,,Fljótlega eftir að Fagranesið var farið var ákveðið að fara aðra ferð til Súðavíkur. Það vantaði meiri mannskap, þetta er náttúrulega gríðarlega mikil handavinna og fólk verður fljótt þreytt í svona vinnu,“ segir Rögnvaldur Ólafsson í þáttunum.

Rögnvaldur segir að það sem hafi einnig þótt sérstakt við atburðarrásina var að óskað var eftir sjálfboðaliðum.,,Það hafði held ég ekki gerst síðan í Vestmannaeyjagosinu. Það var bara send út tilkynning í útvarpið og allir sem treystu sér til og ættu skóflu voru beðnir um að mæta niður á slökkvistöð.“

Rögnvaldur var aðeins tvítugur á þessum tíma og var á leið í sitt stærsta útkall til þessa.

,,Það var togari frá Þingeyri sem var staddur í höfninni á Ísafirði sem flutti okkur til Súðavíkur. Það var ákveðið að ég og Oddur Árnason færum þarna yfir. Oddur átti að fara til þess að taka við vettvangsstjórninni og ég átti að fara í önnur verkefni.“

Sjóferðin til Súðavíkur var ekki einhvað sem Rögnvaldur var spenntur fyrir. ,,Það er ástæða fyrir því að ég er ekki sjómaður. Ég verð yfirleitt sjóveikur bara með því að fara um borð í skip í höfn. Ef ég sé ekki land þá verð ég sjóveikur um leið.“

,,Ég skorðaði mig bara af upp í brú, hugsaði með mér að það væri best að vera þar sem ég gæti séð sjóndeildarhringinn og þar af leiðandi væru kannski minni líkur á því að ég yrði sjóveikur.“

,,Svo var farið af stað í þessa siglingu sem ég hélt að yrði mín síðasta. Mér leið eins og við værum korktappi í helvíti skoppandi þarna á öldunum,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra í ítarlegu viðtali í þáttunum.

Þættirnir eru aðgengilegir á vefsíðu RÚV og væntanlegir á allar helstu streymisveitur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hagkaup lofa bót og betrun eftir að Vesturbæingar helltu úr skálum reiði sinnar

Hagkaup lofa bót og betrun eftir að Vesturbæingar helltu úr skálum reiði sinnar
Fréttir
Í gær

Beygja sig fyrir kröfum Trump og afhenda óklippt viðtal – Sagt ógna fjölmiðlafrelsi

Beygja sig fyrir kröfum Trump og afhenda óklippt viðtal – Sagt ógna fjölmiðlafrelsi
Fréttir
Í gær

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allsherjar uppnám á nefndarfundi í borginni – Ásakanir um geðþóttavald og lögbrot

Allsherjar uppnám á nefndarfundi í borginni – Ásakanir um geðþóttavald og lögbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Haukur ákærður fyrir manndrápstilraun gegn leigubílstjóra sem braut á ungri stúlku – „Þarna eru lögreglumenn að ljúga upp á borgara“

Haukur ákærður fyrir manndrápstilraun gegn leigubílstjóra sem braut á ungri stúlku – „Þarna eru lögreglumenn að ljúga upp á borgara“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ógnaði ökumanni með hnífi við Dalshraun

Ógnaði ökumanni með hnífi við Dalshraun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum