Í gær, fimmtudaginn 30. desember greindust 1.601 með COVID-19 smit, 1.557 innanland auk 44 sem greindust sem landamærasmit. Alls voru 731 í sóttkví. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Almannavörnum en í henni kemur fram að 7.585 séu í einangrun og 6.424 í sóttkví.
Enn liggja sex á gjörgæslu vegna covid veikinda þar af fimm óbólusettir í öndunarvél.
Um bráðabirgðatölur er að ræða þar sem um hátíðisdag er að ræða. Fjöldi tekinna sýna og önnur nánari tölfræði um framgang faraldursins verða næst uppfærð á mánudaginn og birtast á Covid.is, að því er fram kemur í skeyti Almannavarna.