Alls greindust 838 einstaklingar með kórónuveiruna hér innanlands í gær, en þetta eru flest smit sem hafa greinst á einum sólarhring hér á landi. Fyrra metið, sem slegið var á mánudaginn var 836.
88 greindust á landamærunum svo heildarfjöldi smita í gær var 926.
Af þeim sem greindust innanlands í gær voru 454, eða 54%, utan sóttkvíar við greiningu.
Í dag eru því 6.368 einstaklingar í einangrun og 7.768 í sóttkví. Staðfest smit frá upphafi faraldursins hér á landi er í dag 27.059.