fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Einkennalaus í einangrun töpuðu fyrir Þórólfi – Flest laus úr einangrun núna og geta ekki áfrýjað

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 29. desember 2021 10:06

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur hefur staðfest ákvörðun sóttvarnalæknis um tíu daga einangrun fimm einstaklinga með kórónuveiruna. Um er að ræða fimm einstaklinga í sömu fjölskyldu sem öll eru einkennalaus og ákváðu að láta reyna á réttmæti þess að þau væru skikkuð í tíu daga einangrun.

Arnar Þór Jónsson, lögmaður, gætti hagsmuna fólksins og var málið tekið fyrir í héraði á mánudag. Arnar sagði í samtali við Vísi að einangrun flestra í málinu hafi lokið á miðnætti og geti þeir því ekki áfrýjað málinu til Landsréttar þar sem þau hafi ekki lengur lögvarða hagsmuni. Er nú til skoðunar að áfrýja í máli þeirra sem enn eru í einangrun.

Arnar segir að dómari í málinu hafi þó gert athugasemd við upplýsingagjöf stjórnvalda til borgaranna, en sá misbrestur hafi ekki dugað til að ógilda einangrunina.

Ekki er um fyrsta málið að ræða þar sem reynir á lögmæti einangrunar sökum kórónuveirusmits en Arnar telur að önnur sjónarmið séu uppi núna með tilkomu Ómíkron afbrigðis en allt bendi til að það valdi vægari veikindum. Eins hafi vísindaleg gögn bent til þess að PCR-próf séu ekki áreiðanleg og að einkennalausir smiti ekki.

Samkvæmt gildandi reglum á Íslandi er einangrun 10 dagar, en hana er þó hægt að stytta að ráðum lækna á göngudeild COVID. Víða í heiminum hefur einangrun einkennalausra eða þeirra með lítil einkenni verið stytt niður í allt að 5 daga.

Heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, býst við tillögum frá sóttvarnalækni í dag um mögulega styttingu einangrunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“
Fréttir
Í gær

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað
Fréttir
Í gær

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns
Fréttir
Í gær

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi