fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Einkennalaus í einangrun töpuðu fyrir Þórólfi – Flest laus úr einangrun núna og geta ekki áfrýjað

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 29. desember 2021 10:06

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur hefur staðfest ákvörðun sóttvarnalæknis um tíu daga einangrun fimm einstaklinga með kórónuveiruna. Um er að ræða fimm einstaklinga í sömu fjölskyldu sem öll eru einkennalaus og ákváðu að láta reyna á réttmæti þess að þau væru skikkuð í tíu daga einangrun.

Arnar Þór Jónsson, lögmaður, gætti hagsmuna fólksins og var málið tekið fyrir í héraði á mánudag. Arnar sagði í samtali við Vísi að einangrun flestra í málinu hafi lokið á miðnætti og geti þeir því ekki áfrýjað málinu til Landsréttar þar sem þau hafi ekki lengur lögvarða hagsmuni. Er nú til skoðunar að áfrýja í máli þeirra sem enn eru í einangrun.

Arnar segir að dómari í málinu hafi þó gert athugasemd við upplýsingagjöf stjórnvalda til borgaranna, en sá misbrestur hafi ekki dugað til að ógilda einangrunina.

Ekki er um fyrsta málið að ræða þar sem reynir á lögmæti einangrunar sökum kórónuveirusmits en Arnar telur að önnur sjónarmið séu uppi núna með tilkomu Ómíkron afbrigðis en allt bendi til að það valdi vægari veikindum. Eins hafi vísindaleg gögn bent til þess að PCR-próf séu ekki áreiðanleg og að einkennalausir smiti ekki.

Samkvæmt gildandi reglum á Íslandi er einangrun 10 dagar, en hana er þó hægt að stytta að ráðum lækna á göngudeild COVID. Víða í heiminum hefur einangrun einkennalausra eða þeirra með lítil einkenni verið stytt niður í allt að 5 daga.

Heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, býst við tillögum frá sóttvarnalækni í dag um mögulega styttingu einangrunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi