Mikið var að gera hjá lögreglunni í dag. Henni barst tilkynning um mann í Árbæ vopnaðan byssu og sveðju. Hann var handtekinn og færður í fangaklefa.
Þá var eitthvað um slagsmál í heimahúsum. Einstaklingur í Hlíðunum handtekinn fyrir að skást í heimahúsi, og lögregla fór í annað hús í miðbænum þar sem tveir aðilar voru að slást og afgreiddi það á vettvangi.
Þá var einstaklingur í múlunum handtekinn fyrir að vera með læti í heimahúsi. Og í Hafnarfirði bárust tilkynningar um Heimilisofbeldi, og mann sem kastaði grjóti í hús.
Auk þess voru tvö dæmi um þjófnað. Annars vegar var klæðnaði stolið úr heimahúsi, og hins vegar þjófnaður úr verslun.