Nokkuð sterkur skjálfti fannst víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu núna klukkan 14:29. Skjálftinn fannst vel í miðbænum, Skeifunni, Kópavogi og víðar.
Skjálftinn átti uppruna sinn skammt norðan við Trölladyngju á Reykjanesskaga. Hann var 3,9 að stærð samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni en enginn órói er þó sjáanlegur. Skjálftinn fannst allt austur á Hellu á Rangárvöllum.