fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fréttir

Óprúttinn aðili stal úlpu Kára á Rauða ljóninu – Fór svo heim til hans og stal bílnum, tölvunum og jólagjöfunum

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 28. desember 2021 15:30

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Ólason, íbúi á Seltjarnarnesi, gerði sér ferð á sportbarinn Rauða ljónið í gær til að horfa á leiki í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Á meðan Kári horfði á leikina tók óprúttinn aðili Nike-úlpuna hans en í úlpunni voru bæði húslyklarnir hans og bíllyklarnir.

Þessi sami óprúttni aðili gerði sér svo ferð á heimili Kára og lét þar greipar sópa. Hann stal jólagjöfum, fullt af gjafabréfum, borðtölvu og fartölvu. Eftir að hafa tekið þessi helstu verðmæti á heimilinu fór þjófurinn í bílageymsluna og stal bíl Kára en bíllinn sem um ræðir er steingrár Kia Rio, árgerð 2013.

DV ræddi við systur Kára, Evu Björk Óladóttur, en hún birti í gær færslu á Facebook vegna þjófnaðarins og óskaði eftir hjálp frá fólki við að leita að bílnum. „Það væri frábært er þið gætuð deilt þessu!“ sagði Eva og hefur færslunni verið deilt yfir 265 sinnum en enn bólar ekkert á bílnum eða öðrum munum sem saknað er.

„Hann er á Rauða ljóninu að horfa á ensku deildina og svo bara hverfur úlpan hans og í úlpunni hans er lyklakippan hans. Á lyklakippunni eru húslyklarnir og bíllyklarnir Þegar hann kemur heim er allt opið, það var greinilega verið að flýta sér, það var farið inn og tekið borðtölvu, fartölvu, alla pokana með öllum jólagjöfunum. Hann var líka nýorðinn þrítugur, afmælisgjafirnar voru líka teknar, gjafabréf og alls konar. Svo var bara farið niður í bílakjallara og bíllinn tekinn. Hann var ekki fyrir utan íbúðina, hann var niðri í bílakjallara,“ segir Eva í samtali við blaðamann.

Ljóst er að tjónið er afar mikið. „Bíllinn er náttúrulega mikils virði, svo eru þetta tvær tölvur og alls konar. Svo tala ég nú ekki um að það þarf að skipta um alla lása og slíkt.“

Haft var tafarlaust samband við lögregluna vegna málsins og er vonast til þess að allt sem tekið var ófrjálsri hendi finnist. „Lögreglan kom strax og tók skýrslu og gerði allt sem þarf að gera þegar svona gerist,“ segir Eva.

„Þau eru ábyggilega bara að vinna í þessu, ég veit að það er búið að lýsa eftir bílnum alls staðar hjá þeim. Ég veit líka að eftir að þau komu þá var farið í myndavélakerfin sem eru til dæmis á Eiðistorgi og þar sem bílarnir fara út og inn á Seltjarnarnes.“

Eva biður fólk um að hafa augun opin fyrir bíl bróður síns en bílnúmerið er AF-S09.

Ef lesendur sjá til bílsins eða hafa frekari upplýsingar um málið eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja
Fréttir
Í gær

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“
Fréttir
Í gær

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“
Fréttir
Í gær

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins
Fréttir
Í gær

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna